Njarðvík hefði unnið í oddaleik 30. janúar 2009 20:22 Friðrik Ingi hefur tröllatrú á sínum mönnum í Njarðvík frá því fyrir 20 árum, en viðurkennir að líklega hefði hann átt í erfiðleikum með að hemja Jón Arnór Stefánsson Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. Þessi lið unnu bæði fjórtán leiki í röð og KR-ingar geta í kvöld slegið það met með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ var í umræddu Njarðvíkurliði fyrir tveimur áratugum. Við báðum hann til gamans að bera liðin saman og spá í sigurvegara ef þau hefðu mæst í fimm leikja seríu í úrslitakeppni. "Þetta eru frekar ólík lið og KR-ingarnir í dag eru hæfileikaríkari, en það sem einkenndi þetta Njarðvíkurlið á þessum tíma var kænska og baráttuandi. Þetta var engu að síður hörku körfuboltalið," sagði Friðrik um Njarðvíkurliðið 1988-89. "Ég hafði gaman af því að lesa þetta og það er mikill heiður að vera settur sem skotbakvörður á móti Jóni Arnóri Stefánssyni," sagði Friðrik Ingi. En hefði Friðrik geta hangið í Jóni Arnóri ef liðin hefðu mæst? "Nei," sagði Friðrik eftir nokkra umhugsun. "Jón er auðvitað íþróttamaður af guðsnáð og hef nú aldrei þótt nein ballerína. Ég var fyrst og fremst góður skotmaður og keppnismaður og það kom mér langt. Jón er auðvitað bæði fljótari og teknískari og betri varnarmaður. Ég hugsa að ég hefði nú ekki komið vel út úr þessari viðureign, nema þá ég hefði geta samið við Jón um að fá vinnufrið í skotunum mínum," sagði Friðrik glettinn, en hann var mikil skytta á sínum tíma. KR á eftir að sanna sigEn hvort liðið hefði unnið ef þau hefðu mæst í úrslitakeppni. "Það fer eflaust eftir því hvort þú spyrð Njarðvíkinga eða KR-inga, en eigum við ekki að segja að við Njarðvíkingar hefðum bara unnið í oddaleik. Maður er auðvitað keppnismaður og því verður maður að segja að liðið sem maður var í sjálfur hefði unnið," sagði Friðrik. Hvar koma þessi tvö lið inn á listann yfir bestu lið á Íslandi síðustu tvo áratugi eða svo? "Þetta Njarðvíkurlið var ekki það besta sem þaðan hefur komið og til að mynda vann Njarðvíkurliðið veturinn 1994-95, 31 af 32 leikjum sínum. Það lið var gríðarlega sterkt þar sem reynsluboltar og landsliðsmenn voru í bland," sagði Friðrik. Hann segir KR-liðið í dag eiga eftir að sanna sig þó vissulega sé það sterkt á pappírunum. "KR-liðið er auðvitað gríðarlega sterkt, en það á enn eftir að sanna sig og umrætt Njarðvíkurlið var til að mynda ekki Íslandsmeistari þarna um árið. Ef KR-liðinu tekst að vinna eitthvað af þeim titlum sem eru í boði í vetur og vor er örugglega óhætt að ætla að það sé eitt af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman hér á landi," sagði Friðrik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. Þessi lið unnu bæði fjórtán leiki í röð og KR-ingar geta í kvöld slegið það met með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ var í umræddu Njarðvíkurliði fyrir tveimur áratugum. Við báðum hann til gamans að bera liðin saman og spá í sigurvegara ef þau hefðu mæst í fimm leikja seríu í úrslitakeppni. "Þetta eru frekar ólík lið og KR-ingarnir í dag eru hæfileikaríkari, en það sem einkenndi þetta Njarðvíkurlið á þessum tíma var kænska og baráttuandi. Þetta var engu að síður hörku körfuboltalið," sagði Friðrik um Njarðvíkurliðið 1988-89. "Ég hafði gaman af því að lesa þetta og það er mikill heiður að vera settur sem skotbakvörður á móti Jóni Arnóri Stefánssyni," sagði Friðrik Ingi. En hefði Friðrik geta hangið í Jóni Arnóri ef liðin hefðu mæst? "Nei," sagði Friðrik eftir nokkra umhugsun. "Jón er auðvitað íþróttamaður af guðsnáð og hef nú aldrei þótt nein ballerína. Ég var fyrst og fremst góður skotmaður og keppnismaður og það kom mér langt. Jón er auðvitað bæði fljótari og teknískari og betri varnarmaður. Ég hugsa að ég hefði nú ekki komið vel út úr þessari viðureign, nema þá ég hefði geta samið við Jón um að fá vinnufrið í skotunum mínum," sagði Friðrik glettinn, en hann var mikil skytta á sínum tíma. KR á eftir að sanna sigEn hvort liðið hefði unnið ef þau hefðu mæst í úrslitakeppni. "Það fer eflaust eftir því hvort þú spyrð Njarðvíkinga eða KR-inga, en eigum við ekki að segja að við Njarðvíkingar hefðum bara unnið í oddaleik. Maður er auðvitað keppnismaður og því verður maður að segja að liðið sem maður var í sjálfur hefði unnið," sagði Friðrik. Hvar koma þessi tvö lið inn á listann yfir bestu lið á Íslandi síðustu tvo áratugi eða svo? "Þetta Njarðvíkurlið var ekki það besta sem þaðan hefur komið og til að mynda vann Njarðvíkurliðið veturinn 1994-95, 31 af 32 leikjum sínum. Það lið var gríðarlega sterkt þar sem reynsluboltar og landsliðsmenn voru í bland," sagði Friðrik. Hann segir KR-liðið í dag eiga eftir að sanna sig þó vissulega sé það sterkt á pappírunum. "KR-liðið er auðvitað gríðarlega sterkt, en það á enn eftir að sanna sig og umrætt Njarðvíkurlið var til að mynda ekki Íslandsmeistari þarna um árið. Ef KR-liðinu tekst að vinna eitthvað af þeim titlum sem eru í boði í vetur og vor er örugglega óhætt að ætla að það sé eitt af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman hér á landi," sagði Friðrik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. 30. janúar 2009 12:19