Innlent

Rehn segir aðild Íslands hvalreka fyrir ESB

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Olli Rehn.
Olli Rehn.

Ísland gæti verið komið í Evrópusambandið fyrr en varði, jafnvel árið 2011, ef marka má ummæli embættismanna í Brussel og íslenskra stjórnmálamanna í breska blaðinu Guardian í dag.

Blaðið hefur eftir Olli Rehn, umsjónarmanni stækkunar sambandsins, að aðild Íslands yrði hvalreki á fjörur ESB og kjörið væri að það gengi til aðildarviðræðna um leið og Króatía, en sambandinu þykir hentugast að fá ný ríki tvö og tvö saman til aðildar.

Samkvæmt heimildum Guardian má búast við því að umsókn Íslands yrði flýtt eftir megni vegna efnahagsástandsins og skuldir landsins myndu ekki raska efnahag ESB að ráði vegna smæðar íslenska hagkerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×