Wylie bókaforlagið gefur út Frosnar eigur, bók Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóra Singer & Friedlander, í Bretlandi í október. Fjallað var um útgáfuna á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Blaðið segir að ef Ármann muni græða á útgáfu bókarinnar geti það hleypt illu blóði í viðskiptavini bankans sem töpuðu stórum hluta innistæðna sinna þegar bankinn hrundi.
Ármann Þorvaldsson varð forstjóri Singer & Friedlander þegar bankinn, sem var einn elsti fjárfestingabanki Bretlands, var seldur Kaupþingssamstæðunni árið 2006.
Telegraph segir að þess sé vænst að í bókinni verði minnst á auðugustu viðskiptavini Kaupþings, þar á meðal Candy bræður, Mike Ashley og Robert Tchenguiz. Glamúrlífstíl þeirra verði væntanlega lýst í bókinni.
Bók Ármanns Þorvaldssonar gæti stuðað viðskiptavini Kaupþings
