Viðskipti erlent

Bók Ármanns Þorvaldssonar gæti stuðað viðskiptavini Kaupþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ármann Þorvaldsson gefur út bók um kreppuna.
Ármann Þorvaldsson gefur út bók um kreppuna.
Wylie bókaforlagið gefur út Frosnar eigur, bók Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi bankastjóra Singer & Friedlander, í Bretlandi í október. Fjallað var um útgáfuna á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Blaðið segir að ef Ármann muni græða á útgáfu bókarinnar geti það hleypt illu blóði í viðskiptavini bankans sem töpuðu stórum hluta innistæðna sinna þegar bankinn hrundi.

Ármann Þorvaldsson varð forstjóri Singer & Friedlander þegar bankinn, sem var einn elsti fjárfestingabanki Bretlands, var seldur Kaupþingssamstæðunni árið 2006.

Telegraph segir að þess sé vænst að í bókinni verði minnst á auðugustu viðskiptavini Kaupþings, þar á meðal Candy bræður, Mike Ashley og Robert Tchenguiz. Glamúrlífstíl þeirra verði væntanlega lýst í bókinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×