Innlent

Munstrar sig í áhöfn Bjarna Ben

Kristján hlaut 40,4% atkvæða en Bjarni 58%.
Kristján hlaut 40,4% atkvæða en Bjarni 58%. MYND/ANTON BRINK
Kristján Þór Júlíusson óskaði Bjarna Benediktssyni innilega til hamingju með kosninguna í formannsstól Sjálfstæðisflokksins í ræðu sem hann hélt eftir að ljóst var að sá síðarnefndi var kjörinn formaður. Hann sagði að nú væru ekki nema sjö sólarhringar síðan hann tilkynnti um framboð sitt og sá tími sem liðinn sé síðan þá hafi verið ævintýri líkastur. Hann sagði það kannski hljóma væmið en í hans augum væri Sjálfstæðisflokkinn hluti af fjölskyldu sinni.

„Á meðan við stöndum saman þá stendur ekkert fyrir okkur. Ég legg áherslu á það að eftir kosningabaráttu þessa vikuna þá stöndum við saman um þennan nýja, ágæta dreng sem Bjarni Benediktsson er."

Hann sagði mikla kólgubakka vera í lofti líkt og landsfundargestir hefðu orðið vitni að síðustu daga. hann sagði þá erfiðleika sem íslendingar standi nú frammi fyrir verði leystur á íslenskum forsendum. „Ég munstra mig í áhöfn Bjarna Benediktssonar, kærar þakkir fyrir góðan stuðning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×