Viðskipti innlent

Telma þvær hendur sínar af samningnum við sheikinn

Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance (QIF) segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi.

Í yfirlýsingu sem Telma hefur sent frá sér segir: "QIF er dótturfélag Q Iceland Holding sem er í eigu Emírsins og var félaginu ætlað að halda utan um kaup á 5,1% hlut Emírsins í bankanum.

QIF kom ekki nálægt samningagerð á milli bankans og Emírsins um kaup á hlutunum eða hvernig þau voru fjármögnuð. Aðskoma félagsins var sú að þegar gengið hafði verið frá samingum var ákveðið að félagið skyldi halda á hlutunum og kom það því að tilkynningu um kaupin til Fjármálaeftirlitsins.

Þær upplýsingar sem QIF voru veittar um fjármögnun voru þær að kaupin hefðu verið fjármögnuð...að helmingi með lánasamningi sem tryggður var með persónulegri ábyrgð Emírsns, og fékk QIF síðar staðfestingu á að lánið hefði verið að fullu greitt, og að helmingi með láni frá þriðja aðila sem tryggt var með veði í hinum keyptu hlutum.

Félagið hafði hinsvegar ekki upplýsingar um hverrnig þessum veðsetningum var háttað enda fóru veðsetningarnar ekki fram í nafni Q Iceland Finance."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×