Innlent

Keflavíkurgangan farin í dag

Keflavíkurganga verður farin í dag en gengnir verða 10 kílómetrar frá Vogaafleggjara, klukkan 11:30, að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldin klukkan tvö. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka ætla að mæta hópnum á miðri leið eins og segir í tilkynningu og munu ávarpa fundinn við Kúagerði.

Keflavíkurgangan er gengin af samstöðu hóp Suðurnesjamanna til að vekja athygli á því að atvinnuleysi á Suðurnesjum er mest á landinu en um 1600 manns voru skráðir atvinnulausir þar um mánaðarmótin.

Lögreglan biður ökumenn sem ætla að vera á ferðinni á Reykjanesbrautinni á meðan gangan stendur að sýna göngufólki sérstaka tillitsemi á meðan gangan fer um brautina.




Tengdar fréttir

Keflavíkurgangan er markaðstilraun

Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar, gefur lítið fyrir fyrirhugaða göngu á milli Vogaafleggjara og Kúagerði sem kölluð hefur verið Keflavíkurganga og verður farin á á morgun. Sveitarstjórinn kallar gönguna Kúagerðisgönguna og segir hana markaðstilraun til að beina athygli frá raunverulegum vanda Suðurnesjamanna.

Keflavíkurgangan farin á morgun

Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara klukkan hálfellefu, gengnir verða 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn klukkan tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×