Viðskipti erlent

Cathay Financial tapaði miklu á íslensku bönkunum

Cathay Financial Holding, stærsta fjármálaþjónusta Taiwan, tapaði miklu á hruni íslensku bankanna og hefur afskrifað kröfur upp á 780 milljónir NTdollara í íslensku bönkunum, eða um 3 milljörðum kr..

Þessar afskriftir eru rúmlega helmingur af tapi Cathay á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem nam tæpum 1,4 milljörðum NTdollara.

Cathay birti uppgjör sitt í gærdag þar sem þetta kom fram. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni olli uppgjörið því að hlutir í Cathay féllu um 4% á markaðinum á Taiwan og hefur gengi hlutanna ekki verið lægra síðan að félagið var stofnað árið 2001.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×