Hlutabréf á asískum mörkuðum féllu í verði í morgun og varð lækkunin langmest hjá HSBC-bankanum en bréf hans lækkuðu um heil 18 prósent á markaði í Hong Kong eftir að bankinn tilkynnti að hann myndi selja töluvert magn hlutabréfa. Eins lækkuðu japönsk fyrirtæki mörg hver og greindi fréttavefur Bloomberg frá því í morgun að fyrir hver fjögur fyrirtæki, sem hækkuðu í verði í Asíuvísitölu Morgan Stanley, hafi fimm lækkað.
