Formúla 1

Formúlu lið setja FIA skilyrði fyrir 2010

Forráðamenn Formúlu 1liða hafa fundað stíft alla helgina í Mónakó.
Forráðamenn Formúlu 1liða hafa fundað stíft alla helgina í Mónakó.
Formúlu 1 lið sendu í dag FIA formlegt bréf þar sem þau heimta að fyrirhugaðar reglubreytingar fyrir árið 2010 verði felldar úr gildi og þær reglur sem eru í gildi verði áfram notaðar á næsta ári.

Gangi FIA að þessu þá eru keppnisliðin 10 sem keppa í Formúlu 1 tilbúinn að skrá sig til leiks árið 2010 og 2011, en þau hafa hótað því að hætta keppni í lok ársins ef reglur FIA breytast á næsta ári.

Forráðamenn liðanna vilja ákveða sín á milli hvernig á að draga úr rekstrarkostnaði, ekki að FIA ráðskist með þann hátt eins og gert hefur verið. FOTA, samtök Formúlu 1 liða hefur kallað saman fund síðar í vikunni, en þau þurfa að sækja um keppnisleyfi fyrir 29. maí til FIA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×