Viðskipti erlent

Fimmta hvert fyrirtæki í Danmörku stefnir í gjaldþrot

Óli Tynes skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Fjölmörg fyrirtæki í Danmörku hafa þegar orðið gjaldþrota og Experian segir að því miður sé botninum hvergi nærri náð.

Tæplega fimmta hvert fyrirtæki sem eftir er stefni í gjaldþrot. Það sé hæsta tala sem sést hefur í tólf ár.

Ástandið er mismunandi eftir landshlutum. Verst er það á höfuðborgarsvæðinu og á Sjálandi.

Á því fyrrnefnda er um að ræða 20,2 prósent fyrirtækja en á Sjálandi 18,5 prósent fyrirtækja.

Á landsvísu eru 18,2 prósent fyrirtækja svo illa haldin að gjaldþrot blasir við.

Jan Bartholdy sem er lektor í fjármögnun við Verslunarháskólann í Árósum segir þó að þetta komi ekki á óvart og sé ekki alslæmt.

Bartholdy segir að þetta endurspegli kreppuástandið í landinu og að öll fyrirtæki séu í vanda.

Í slíku ástandi skiljist hismið frá kjarnanum þannig að heilbrigðustu og sterkustu fyrirtækin standi eftir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×