Fótbolti

HM-umspilið: Jafntefli í Grikklandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Öðrum leiknum af fjórum í HM-umspili dagsins er lokið en Grikkland og Úkraína gerðu jafntefli í Grikklandi.

Fyrirfram var ekki búist við sérstaklega skemmtilegum leik og þó svo ofanritaður hafi ekki séð leikinn ætlar hann að gefa sér að leikurinn hafi verið leiðinlegur á að horfa.

Enda var ekkert mark skorað og Úkraínumenn standa því aðeins betur að vígi en ekkert útivallarmark gæti reynst þeim dýrkeypt er upp verður staðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×