Smábátaútgerð með 5,3 milljarða skuldir 19. desember 2009 07:15 Einkahlutafélagið Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Í ársreikningi félagsins má lesa að skammtímaskuldir við lánastofnanir félagsins, sem greiða þarf á þessu ári, námu 4,2 milljörðum króna. Útgerðin er dótturfyrirtæki útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess sem á 98 prósent í fyrirtækinu. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um versnaði skuldastaða íslensks sjávarútvegs gríðarlega eftir fall bankanna, og kom þar til hátt hlutfall skulda í erlendri mynt. Í þessu virðist vandi Nóna liggja því gengistap fyrirtækisins árið 2008 nam rúmlega 2,8 milljörðum króna. Gengistap fyrirtækisins árið 2007 var 162 milljónir. Samningaviðræður milli Nóna og lánastofnana um endurfjármögnun stóðu yfir í sumar en endurskoðandi fyrirtækisins telur að takist samningar ekki sé ljóst að „ríki veruleg óvissa um áframhaldandi rekstur". Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, og Aðalsteinn Ingólfsson, skráður framkvæmdastjóri Nóna ehf. í ársreikningi fyrirtækisins, vildu ekki gefa neinar upplýsingar um fjármál fyrirtækisins þegar eftir því var leitað, og því ekki hvort tekist hefði að koma fyrirtækinu fyrir vind, eða hvernig svo há skuld væri tilkomin á jafn lítið útgerðarfyrirtæki. Þá er ljóst að smábátaútgerðin í landinu keypti aflaheimildir fyrir háar upphæðir á síðustu árum. Aflaheimildir fyrirtækisins á kostnaðarverði eru metnar á rúmlega tvo milljarða en fyrirtækið fjárfesti fyrir 1,5 milljarða í kvóta árið 2007. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar smábátaútgerðin í landinu um fimmtíu milljarða króna og skuldir Nóna námu því um tíu prósentum af heildarskuldum í árslok 2008. Alls lönduðu um 800 smábátar afla á síðastliðnu fiskveiðiári auk strandveiðibáta. Nóna gerir út línu- og netabátana Ragnar SF-550, sem varð aflahæstur smábáta á síðasta ári með 1.329 tonn, og Guðmund Sig SF-650.- shá Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Einkahlutafélagið Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Í ársreikningi félagsins má lesa að skammtímaskuldir við lánastofnanir félagsins, sem greiða þarf á þessu ári, námu 4,2 milljörðum króna. Útgerðin er dótturfyrirtæki útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess sem á 98 prósent í fyrirtækinu. Tap Nónu ehf. á árinu 2008 nam 2,5 milljörðum og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um versnaði skuldastaða íslensks sjávarútvegs gríðarlega eftir fall bankanna, og kom þar til hátt hlutfall skulda í erlendri mynt. Í þessu virðist vandi Nóna liggja því gengistap fyrirtækisins árið 2008 nam rúmlega 2,8 milljörðum króna. Gengistap fyrirtækisins árið 2007 var 162 milljónir. Samningaviðræður milli Nóna og lánastofnana um endurfjármögnun stóðu yfir í sumar en endurskoðandi fyrirtækisins telur að takist samningar ekki sé ljóst að „ríki veruleg óvissa um áframhaldandi rekstur". Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, og Aðalsteinn Ingólfsson, skráður framkvæmdastjóri Nóna ehf. í ársreikningi fyrirtækisins, vildu ekki gefa neinar upplýsingar um fjármál fyrirtækisins þegar eftir því var leitað, og því ekki hvort tekist hefði að koma fyrirtækinu fyrir vind, eða hvernig svo há skuld væri tilkomin á jafn lítið útgerðarfyrirtæki. Þá er ljóst að smábátaútgerðin í landinu keypti aflaheimildir fyrir háar upphæðir á síðustu árum. Aflaheimildir fyrirtækisins á kostnaðarverði eru metnar á rúmlega tvo milljarða en fyrirtækið fjárfesti fyrir 1,5 milljarða í kvóta árið 2007. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar smábátaútgerðin í landinu um fimmtíu milljarða króna og skuldir Nóna námu því um tíu prósentum af heildarskuldum í árslok 2008. Alls lönduðu um 800 smábátar afla á síðastliðnu fiskveiðiári auk strandveiðibáta. Nóna gerir út línu- og netabátana Ragnar SF-550, sem varð aflahæstur smábáta á síðasta ári með 1.329 tonn, og Guðmund Sig SF-650.- shá
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira