Viðskipti erlent

Sænskt félag kaupir banka af Moderna Finans

Sænska félagið Scribona Nordic hefur fest kaup á Banque Invik SA af Moderna Finans sem var í eigu Milestone. Banque Invik er einn stærsti einkabanki í Lúxemborg. Það er skilanefnd Glitnis sem selt hefur bankann.

Í frétt um málið á heimasíðu Scribona segir að starfsemi bankans verði með sama sniði og áður en bankinn leggur áherslu á þjónustu við markaði á Norðurlöndunum.

Kaupin eru háð samþykki fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg og munu ekki ganga í gegn fyrr en endurskoðun ársreikninga fyrir síðasta ár er lokið. Reiknað er með að þetta liggi fyrir í apríl.

Lorenzo Garcia forstjóri Scribiona segir að hann sé ánægður með þessi kaup. „Banque Invik er góð viðbót við þá banka sem þegar eru í eigu Norðurlandabúa í Lúxemborg," segir hann.

Scribona hefur aðallega unnið sem tölvufyrirtækið með áherslu á stærri kerfi og lausnir. Það er skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×