Fjögur ný lið vilja í Formúlu 1 29. maí 2009 13:44 Lola fyrirtækið hefur verið starfrækt í 50 ár og hefur keppt í Le Mans síðustu ár. mynd: kappakstur.is Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu. Prodrive og Lola Í Bretlandi lögðu inn umsókn til FIA í dag, en frestur til uumsókna rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í dag hafa sótt formlega um þátttöku með þeim skilyrðum að nýjum og eldri liðum verði ekki mismunað hvað reglur og útbúnað bílanna varðar, eins FIA vill gera. Fjögur ný lið í Formúlu 1 sótt um í dag. Fyrr í mánuðinum sóttu USF1 frá Bandaríkjunum og Campos frá Spáni um þátttöku og tvö ný lið sóttu um í dag. Lola var á árum áður í Formúlu 1 en hefur síðustu ár smíðað bíla í Le Mans kappaksturinn sögufræga. Fyrirtækið hefur smíðað hartnær 4000 keppnisbíla. Prodrive sótti einnig formlega um þátttökurétt í dag, en framkvæmdarstjóri þess var áður stjóri BAR Honda og hefur m.a. unnið með Aston Martin að kappakstursmálum og rekið ralllið Subaru. FIA mun taka sér tíma til 14. júni að tilkynna hvaða lið fá þátttökurétt á næsta ári. Færri lið munu komast að en vilja, ef þau lið sem nú keppa sækja um eða verða með á næsta ári líka. Líklegt er að 26 bílar verði á ráslínu á næsta ári í stað 20 í ar. Sjá nánar um málið Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu. Prodrive og Lola Í Bretlandi lögðu inn umsókn til FIA í dag, en frestur til uumsókna rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í dag hafa sótt formlega um þátttöku með þeim skilyrðum að nýjum og eldri liðum verði ekki mismunað hvað reglur og útbúnað bílanna varðar, eins FIA vill gera. Fjögur ný lið í Formúlu 1 sótt um í dag. Fyrr í mánuðinum sóttu USF1 frá Bandaríkjunum og Campos frá Spáni um þátttöku og tvö ný lið sóttu um í dag. Lola var á árum áður í Formúlu 1 en hefur síðustu ár smíðað bíla í Le Mans kappaksturinn sögufræga. Fyrirtækið hefur smíðað hartnær 4000 keppnisbíla. Prodrive sótti einnig formlega um þátttökurétt í dag, en framkvæmdarstjóri þess var áður stjóri BAR Honda og hefur m.a. unnið með Aston Martin að kappakstursmálum og rekið ralllið Subaru. FIA mun taka sér tíma til 14. júni að tilkynna hvaða lið fá þátttökurétt á næsta ári. Færri lið munu komast að en vilja, ef þau lið sem nú keppa sækja um eða verða með á næsta ári líka. Líklegt er að 26 bílar verði á ráslínu á næsta ári í stað 20 í ar. Sjá nánar um málið
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira