Hamilton vill ólmur keppa 12. nóvember 2009 08:02 Lewis Hamilton vill keppa sem fyrst, en verður að bíða næsta árs. mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren þurfti að sjá á eftir meistaratitilinum í hendur Jenson Button, en segist hafa lært mikið á stormasömu ári. Það blés ekki byrlega í byrjun, þar sem Hamilton reyndist sekur um óheiðarlega framkomu við dómara í fyrsta móti ársins, þar sem Ólafur Guðmundsson, íslenskur dómari kom við sögu. Hamilton sagði ósátt á fundi með dómurum ásamt liðsstjóra sínum sem var rekinn frá McLaren. Þá virkaði McLaren bíllinn ekki sem skyldi fyrri hluta tímabilsins og þetta fór í skapið á Hamilton á meðan allt gekk eins og í sögu hjá Button. "Ég hef lært mikið um ásetning og markmið. Hluti sem maður tekur sem sjálfsagðan hlut þegar vel gengur. En ég hef vaxið mikið sem persóna og ökumaður á þessu ári. Ég hef þroskast á erfiðleikunum", sagði Hamilton um gang mála í ár. "Í raun hefur þetta orðið til þess að ég hef færst nær samstarfsmönnum mínum og við verðum sterkari en ella á næsta ári. Höfum vaxið saman. Ég ætla að æfa af kappi í vetur, bæði heima og í sérstöku verkefni í Finnlandi. Vill mæta enn sterkari á næsta ári." "Ég gæti alveg hugsað mér að keppa strax í næstu viku. Ég elska bara Formúlu 1 og get bara ekki beðið eftir að keyra McLaren bílinn á ný", sagði Hamilton glahðhlakkalega. Sjá mótaskrá 2010 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren þurfti að sjá á eftir meistaratitilinum í hendur Jenson Button, en segist hafa lært mikið á stormasömu ári. Það blés ekki byrlega í byrjun, þar sem Hamilton reyndist sekur um óheiðarlega framkomu við dómara í fyrsta móti ársins, þar sem Ólafur Guðmundsson, íslenskur dómari kom við sögu. Hamilton sagði ósátt á fundi með dómurum ásamt liðsstjóra sínum sem var rekinn frá McLaren. Þá virkaði McLaren bíllinn ekki sem skyldi fyrri hluta tímabilsins og þetta fór í skapið á Hamilton á meðan allt gekk eins og í sögu hjá Button. "Ég hef lært mikið um ásetning og markmið. Hluti sem maður tekur sem sjálfsagðan hlut þegar vel gengur. En ég hef vaxið mikið sem persóna og ökumaður á þessu ári. Ég hef þroskast á erfiðleikunum", sagði Hamilton um gang mála í ár. "Í raun hefur þetta orðið til þess að ég hef færst nær samstarfsmönnum mínum og við verðum sterkari en ella á næsta ári. Höfum vaxið saman. Ég ætla að æfa af kappi í vetur, bæði heima og í sérstöku verkefni í Finnlandi. Vill mæta enn sterkari á næsta ári." "Ég gæti alveg hugsað mér að keppa strax í næstu viku. Ég elska bara Formúlu 1 og get bara ekki beðið eftir að keyra McLaren bílinn á ný", sagði Hamilton glahðhlakkalega. Sjá mótaskrá 2010
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira