Lífið

Pínulítið skrítið popp

Baka á himnum Ný plata með Elízu inniheldur skærbjart draumapopp.
Baka á himnum Ný plata með Elízu inniheldur skærbjart draumapopp.
„Þetta er poppað „Skærbjart draumapopp" sagði einhver. Músíkin er búin að léttast mjög mikið frá síðustu plötu," segir Elíza Newman - Elíza úr Kolrössu krókríðandi - um lögin á nýju plötunni sinni, Pie in the sky, sem Smekkleysa hefur gefið út. „Þetta er önnur sólóplatan mín, en sjöunda stóra platan í allt. Uss, helvíti er maður orðinn gamall!" segir Elíza og hlær.

Tíu frumsamin lög eru á Pie in the Sky. Platan var tekin upp í London og á Íslandi með upptökustjóranum Gísla Kristjánsyni sem á og rekur hljóðverið Goodbeating í London. Þetta er sami Gísli og bjó lengi í Noregi og gerði plötuna How about that á vegum EMI árið 2007. „Hann kom mjög mikið inn í þetta. Gerði allar útsetningar og spilaði á trommur, gítar, bassa, hljómborð og alls kyns glingur. Ég mætti bara með demó þar sem ég spilaði á píanó og söng og svo unnum við úr því. Þó þetta sé poppað, er þetta þó engin venjuleg poppplata. Lögin eru öll pínulítið skrýtin."

Elíza býr þessa dagana í London þar sem hún er í mastersnámi í kennslufræði tónlistar. „Það er skrýtið að vera úti og vera að gefa út plötu á Íslandi. Ég stefni á að koma heim að spila, þó líklega ekkert fyrr en á næsta ári. Ég er ekkert að æsa mig of mikið fyrir jól."- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.