Handbolti

Jónatan Magnússon: Menn fara því miður að hvíla sig þegar við náum upp forskoti

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jónatan Magnússon var markahæstur Akureyrar í kvöld sem lagði Stjörnuna 25-24 nyrðra. Jónatan var ánægður með sigurinn en lítið annað.

„Við misstum einbeitinguna alltof oft. Þetta hefur gerst áður í vetur þegar við náum upp forskoti, þá verða menn bara að hvíla sig, því miður. Menn verða værukærir og þegar við erum í forystu fara menn að skjóta öðruvísi og allir, þá meina ég allir, fara að taka vitlausar ákvarðanir.

Við vorum með forskot og vorum að reyna að komast almennilega frá þeim en þegar það er svona mikil markvarsla báðum megin þá er alltaf hætt við því að þetta verði jafnt. Flóki bara bjargaði okkur í þessum leik, alveg eins og gegn Gróttu síðast. Hann hélt okkur á floti og stóð algjörlega upp úr í þessum leik.“

"Vörnin var slök í fyrri hálfleik, þá var sóknin allt í lagi en við klikkuðum á nokkrum dauðafærum. Þetta var svo eiginlega bara ekki vel spilað hjá okkur. Það gerist aftur það sama hjá okkur þá og í fyrri hálfleik þegar menn fara að slaka á. Þetta er líka alltaf á sama tímapunkti, eftir korter eða eitthvað. Í staðinn fyrir að komast sex eða sjö mörkum yfir þá slökum við á."

En við erum ánægðir með sigurinn og við byggjum bara á þessu,“ sagði Jónatan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×