Innlent

Ný forysta Samfylkingar kosin í dag

Varaformannsefnin og fráfarandi varaformaður á landsfundi í gær
Varaformannsefnin og fráfarandi varaformaður á landsfundi í gær

Ný forysta Samfylkingarinnar verður kosin í dag á landsfundi flokksins í Smáranum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er ein í framboði til formanns en tveir menn berjast um varaformannsembættið, þeir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Árni Páll Árnason þingmaður.

Dagskrá fundarins hófst fyrir stundu. Kosning formanns fer fram milli ellefu og hálf eitt en varaformannskjörið verður eftir hádegi. Úrslitin verða síðan kynnt á sjötta tímanum í dag.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins verður framhaldið í Laugardalshöll í dag. Nú fyrir hádegi verða drög að stjórnmálaályktun fundarins kynnt og umræður fara fram um hana og eftir hádegi verða ályktanir frá nefndum fundarins afgreiddar.

Þá rennur framboðsfrestur til miðstjórnar út klukkan eitt, en töluverð barátta er um að komast í miðstjórn flokksins. Kosningar um formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins fara hins vegar ekki fram fyrr en á lokadegi landsfundarins, á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×