FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen 28. ágúst 2009 10:59 FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Sjælsö Gruppen er stærsta fasteignafélag Danmerkur og hefur bágborin staða þess vakið mikla athygli danskra fjölmiða í morgun. Félagið starfar nú upp á náð og miskunn FIH og Amagerbankans að því er segir í frétt á business.dk en bankarnir tveir munu sýna Sjælsö Gruppen þolinmæði og eru tilbúnir að líta fram hjá brotinu á skilmálunum fram til 1. júní 2011. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni fyrr í morgun skilaði Sjælsö Gruppen afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. FIH, Amagerbankinn og nokkrir aðrir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ákveðið að koma félaginu til aðstoðar með rúmlega 500 milljónum danskra kr. í formi hlutafjáraukningar og 100 milljónum danskr kr. til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Sjælsö Gruppen telur sjálft að reksturinn verði mjög erfiður það sem eftir lifir ársins. Og business.dk nefnir í því sambandi að greining Nordea bankans taldi í júní s.l. að félagið þyrfti að afskrifa um 600 milljónir danskra kr. af eignaverðmæti sínu í ár ofan á þær 166 milljónir danskra kr. sem afskrifaðar voru á fyrri helming ársins. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Sjælsö Gruppen er stærsta fasteignafélag Danmerkur og hefur bágborin staða þess vakið mikla athygli danskra fjölmiða í morgun. Félagið starfar nú upp á náð og miskunn FIH og Amagerbankans að því er segir í frétt á business.dk en bankarnir tveir munu sýna Sjælsö Gruppen þolinmæði og eru tilbúnir að líta fram hjá brotinu á skilmálunum fram til 1. júní 2011. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni fyrr í morgun skilaði Sjælsö Gruppen afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. FIH, Amagerbankinn og nokkrir aðrir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ákveðið að koma félaginu til aðstoðar með rúmlega 500 milljónum danskra kr. í formi hlutafjáraukningar og 100 milljónum danskr kr. til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Sjælsö Gruppen telur sjálft að reksturinn verði mjög erfiður það sem eftir lifir ársins. Og business.dk nefnir í því sambandi að greining Nordea bankans taldi í júní s.l. að félagið þyrfti að afskrifa um 600 milljónir danskra kr. af eignaverðmæti sínu í ár ofan á þær 166 milljónir danskra kr. sem afskrifaðar voru á fyrri helming ársins.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira