Fórnarlamb ofbeldisfulla sambýlismannsins stígur fram Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 28. ágúst 2009 09:25 Bjarki Már Magnússon var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir árásir og kynferðisbrot gegn sambýliskonu sinni. Mynd/ Pjetur Kona sem varð fyrir heimilisofbeldi af hálfu Bjarka Más Magnússonar, stígur fram í viðtali við DV í dag. Bjarki var fyrr í sumar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ítrekaðar árásir og fimmtán kynferðisbrot gegn konunni. Hrafnhildur Stefánsdóttir sætti ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns, Bjarka Más Magnússonar, í þrjú ár. Á þeim tíma neyddi hann hana til samræðis og annarra kynferðismaka við ellefu aðra karlmenn og tók ljósmyndir og myndbönd af kynlífsathöfnunum. Flest brotin áttu sér stað meðan þau bjuggu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á árunum 2005 til 2007. Hrafnhildur stígur fram í viðtali við helgarblað DV en fyrst eftir að dómur féll í málinu lagðist hún gegn því að nafn Bjarka Más yrði birt. Ættingjar hennar og vinir hafi hinsvegar hvatt hana til að samþykkja nafnbirtingu. Í samtali við DV segist hún vilja birta nafn mannsins til verndar öðrum konum. Hún segir að sér sé stórlega létt eftir þá ákvörðun. Bjarki er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en stundaði meistaranám við Árósaháskólann í Danmörku. Hann hefur starfað hjá sendiskrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem og Bandalagi háskólamanna. Þá hefur Bjarki verið virkur í félagslífi og sat meðal annars í stjórn Félags ábyrgra feðra. Á þeim tíma ritaði hann greinar um börn og fjölskyldulíf sem birtar voru í fjölmiðlum. Þegar þau Bjarki og Hrafnhildur voru búsett í Svíþjóð árið 2005 fékk hann starf sem fréttaritari Bylgjunnar og Stöðvar 2 en entist stutt í því starfi. Hrafnhildur segir í samtali við DV að Bjarki hafi komið einstaklega vel fyrir og hrifið alla í kringum hana. Hún segir að sig hafi grunað að eitthvað væri að vegna þess hve einangruð hún var orðin. Hún hafi ekki fengið að hringja, senda tölvupósta eða fara í heimsóknir. Bjarki hafi meira að segja fylgt henni þegar hún fór til læknis, og til og frá vinnu. Í viðtalinu ræðir Hrafnhildur um lífið án ofbeldismannsins. Hún býr nú í íbúð sem skráð er á nafn hennar og Bjarka. Hún hefur ekki heyrt í Bjarka Má eftir að dómurinn féll. Hún segist ekki vita hvar hann er búsettur. Góður vinur Hrafnhildar býr hjá henni og styður við bakið á henni. Hún segir að í sambandinu við Bjarka Má hafi hún farið að nota áfengi og deyfilyf og hafi gert síðan. Í dag sé hún þó edrú. Hún vill koma þeim skilaboðum til kvenna sem eru í ofbeldissamböndum að það er hægt að losna. Tengdar fréttir Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur í máli ofbeldisfulla sambýlismannsins Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur til að gefa út ákæru á hendur manninum sem í vikunni fékk þungan dóm fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi, að mati héraðsdóms. Dómnum verður að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar vegna of náinna tengsla á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. 11. júlí 2009 12:07 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. júlí 2009 13:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Kona sem varð fyrir heimilisofbeldi af hálfu Bjarka Más Magnússonar, stígur fram í viðtali við DV í dag. Bjarki var fyrr í sumar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ítrekaðar árásir og fimmtán kynferðisbrot gegn konunni. Hrafnhildur Stefánsdóttir sætti ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns, Bjarka Más Magnússonar, í þrjú ár. Á þeim tíma neyddi hann hana til samræðis og annarra kynferðismaka við ellefu aðra karlmenn og tók ljósmyndir og myndbönd af kynlífsathöfnunum. Flest brotin áttu sér stað meðan þau bjuggu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á árunum 2005 til 2007. Hrafnhildur stígur fram í viðtali við helgarblað DV en fyrst eftir að dómur féll í málinu lagðist hún gegn því að nafn Bjarka Más yrði birt. Ættingjar hennar og vinir hafi hinsvegar hvatt hana til að samþykkja nafnbirtingu. Í samtali við DV segist hún vilja birta nafn mannsins til verndar öðrum konum. Hún segir að sér sé stórlega létt eftir þá ákvörðun. Bjarki er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands en stundaði meistaranám við Árósaháskólann í Danmörku. Hann hefur starfað hjá sendiskrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem og Bandalagi háskólamanna. Þá hefur Bjarki verið virkur í félagslífi og sat meðal annars í stjórn Félags ábyrgra feðra. Á þeim tíma ritaði hann greinar um börn og fjölskyldulíf sem birtar voru í fjölmiðlum. Þegar þau Bjarki og Hrafnhildur voru búsett í Svíþjóð árið 2005 fékk hann starf sem fréttaritari Bylgjunnar og Stöðvar 2 en entist stutt í því starfi. Hrafnhildur segir í samtali við DV að Bjarki hafi komið einstaklega vel fyrir og hrifið alla í kringum hana. Hún segir að sig hafi grunað að eitthvað væri að vegna þess hve einangruð hún var orðin. Hún hafi ekki fengið að hringja, senda tölvupósta eða fara í heimsóknir. Bjarki hafi meira að segja fylgt henni þegar hún fór til læknis, og til og frá vinnu. Í viðtalinu ræðir Hrafnhildur um lífið án ofbeldismannsins. Hún býr nú í íbúð sem skráð er á nafn hennar og Bjarka. Hún hefur ekki heyrt í Bjarka Má eftir að dómurinn féll. Hún segist ekki vita hvar hann er búsettur. Góður vinur Hrafnhildar býr hjá henni og styður við bakið á henni. Hún segir að í sambandinu við Bjarka Má hafi hún farið að nota áfengi og deyfilyf og hafi gert síðan. Í dag sé hún þó edrú. Hún vill koma þeim skilaboðum til kvenna sem eru í ofbeldissamböndum að það er hægt að losna.
Tengdar fréttir Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur í máli ofbeldisfulla sambýlismannsins Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur til að gefa út ákæru á hendur manninum sem í vikunni fékk þungan dóm fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi, að mati héraðsdóms. Dómnum verður að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar vegna of náinna tengsla á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. 11. júlí 2009 12:07 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. júlí 2009 13:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58
Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23
Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58
Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30
Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur í máli ofbeldisfulla sambýlismannsins Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur til að gefa út ákæru á hendur manninum sem í vikunni fékk þungan dóm fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi, að mati héraðsdóms. Dómnum verður að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar vegna of náinna tengsla á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. 11. júlí 2009 12:07
Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56
Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. júlí 2009 13:45