Viðskipti erlent

Breskur fasteignalánasjóður tapar stórt á íslensku bönkunum

Breski fasteignalánasjóðurinn Newcastle Building Society (NBS) tapaði stórum fjárhæðum á hruni íslensku bankanna á síðasta ári. Tapið nemur tæplega 36 milljón pund eða tæpum 6 milljörðum kr..

Í frétt um málið á BBC segir að til samanburðar megi nefna að hagnaður NBS árið 2007 nam 17 milljónum punda eða um 2,7 milljörðrum kr..

Fram kemur í fréttinni að NBS átti 43 milljónir punda útistandandi hjá íslensku bönkunum er þeir hrundi s.l. haust. Þar að auki voru greiðslur NBS til bankatryggingarsjóðsins í Bretlandi á síðasta ári mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrir það framangreint tap.

Í tilkynningu um ársuppgjörið kemur fram að stjórnendur NBS séu þrátt fyrir þetta tap bjartsýnir á framtíðina. Alls hafi 43.000 nýir viðskiptavinir komið í NBS á síðasta ári og sé sjóðurinn í sterkri stöðu til að taka á við framtíðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×