Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi 14. ágúst 2009 10:07 Hosmany Ramos á ótrúlegan feril að baki. Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira