Eigendur smurstöðva ósáttir við vinnubrögð N1 14. ágúst 2009 15:52 Ingi og Snjólfur segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við N1. Eftir að hafa rekið smurstöð í Stórahjalla, Kópavogi, í þrjátíu ár var feðgunum Inga Hannessyni og Snjólfi Fanndal Kristbergssyni, sagt upp leigusamningi sínum við N1 með sex mánaða fyrirvara. N1 ætlaði þess í stað að reka smurstöð áfram á staðnum, án þess að borga nokkuð fyrir það orðspor sem fyrirtækið var búið að koma sér upp á þrjátíu árum. Fleiri hafa sömu sögu að segja. „Við erum bara litlir kallar, og okkur var hent út eftir þrjátíu ár á sama stað," segir Ingi Hannesson. Fósturfaðir hans, Snjólfur Fanndal, hóf rekstur smurstöðvarinnar í Stórahjalla fyrir þrjátíu árum síðan. Starfsemin fór fram í húsnæði í eigu N1. Í maí á síðasta ári var leigusamningi við þá feðga sagt upp. „Uppsögnin á leigunni var útskýrð með því að verið væri að framfylgja stefnu eigenda. Mér var boðið starf á smurstöð í eigu N1 og beðinn um að hafa starfsmenn okkar með. Það hefði því virkað þannig á viðskiptavini að aldrei hefði verið skipt um eigendur og pabbi bara farið á eftirlaun," segir Ingi en smurstöð hans og föður hans hefur verið drifin áfram á sama starfskrafti árum saman. „Sá sem er búinn að vera styðst er búinn að vera í fimm ár." Uppsagnarfresturinn var í fyrstu sex mánuðir en síðar kom í ljós að samkvæmt lögum átti hann að vera eitt ár.Vildu fá viðskiptavildina frítt Í framhaldi af því að Inga var boðið starf hjá N1 spurði hann hvort stæði til að greiða föður sínum eitthvað fyrir reksturinn, sem staðið hafði yfir í 30 ár. „Svarið var einfalt - nei. við gætum farið með reksturinn í annað húsnæði ef okkur þóknaðist. Mér mislíkaði að ekki ætti að meta 30 ára uppbyggingu að neinu leyti og við ákváðum að halda áfram á nýjum stað enda með viðskiptavina skrá með yfir 17.000 bílnúmer og kennitölur á þremur árum," segir Ingi en þeir feðgar hafa flutt sig um set og eru nú staðsettir á Dalvegi 16a. Ingi segir að vissulega hafi ekkert verið ólöglegt við gerðir N1 en stundum þurfi menn að hugsa út fyrir rammann, hvað sé siðlegt og hvað ekki. Þeir láta þetta engu að síður ekkert á sig fá. „Við byrjuðum upp á nýtt á nýjum stað og reynum að kljást við risann."Milljón í auglýsingakostnað Þegar smurstöðin var staðsett í Stórahjalla var hún bundin til þess að kaupa olíu af N1. Eftir að leigusamningnum var sagt upp færði þeir olíuviðskipti sín. „Þeir buðu okkur reyndar betri afslátt eftir að við vorum farnir niður á Dalveg. En eftir þessi samskipti var maður ekkert of viljugur að vesla af þeim tíuþúsund lítra af olíu á ári," segir Ingi sem kaupir nú alla olíu af Skeljungi. Hann segir vistaskiptin hafa mikinn kostnað í för með sér. „Við höfum auglýst fyrir rúmlega milljón. Það hefur hlotist mikill kostnaður bæði af því að auglýsa og koma okkur upp aðstöðu hérna." Ingi segir flesta af gömlu viðskiptavinunum átta sig á því að um nýja rekstraraðila sé að ræða í Stórahjalla og fari niður á Dalveg til þeirra feðga. „En maður sér eftir hverjum tíu sem fara uppeftir. Við erum reyndar við hliðina á höfuðstöðvum N1 núna svo þeir horfa á viðskiptavinina koma til okkar líka," segir Ingi og hlær. Ingi segir viðskiptin vera farin að blómstra eftir erfiðan maí og júní mánuð. Fleiri hafa sömu sögu að segja Þeir Ingi og Snjólfur eru ekki þeir einu sem segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við N1. Magnús Jóhannsson rak smurstöð í húsakynnum N1 á Reykjavikurvegi í Hafnarfirði. Hann fékk uppsagnarbréfið sitt á sama tíma og feðgarnir í Kópavogi, eftir að hafa verið með reksturinn á sama stað síðan 1973. Fljótlega fann hann sér annað húsnæði í Bæjarhrauni 6 í Hafnarfirði og færði sig yfir og rekur þar smurstöðina Smur 54. Hann var þó áfram með opið á Reykjavíkurvegi en beindi flestum viðskiptavinum yfir á nýja staðinn. „Þeir vildu þá meina að þeir gætu tekið þetta strax yfir. Við værum búnir að fyrirgera rétti okkar því við værum farnir. Þetta fór fyrir dómstóla og við unnum málið. Við skelltum þá strax í lás og færðum okkur alveg yfir í Bæjarhraunið," segir Magnús. Hann hefur einnig fært öll sín olíuviðskipti yfir til Skeljungs. Magnús segir viðskiptin vera jafnmikil og áður, meiri ef eitthvað er. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Eftir að hafa rekið smurstöð í Stórahjalla, Kópavogi, í þrjátíu ár var feðgunum Inga Hannessyni og Snjólfi Fanndal Kristbergssyni, sagt upp leigusamningi sínum við N1 með sex mánaða fyrirvara. N1 ætlaði þess í stað að reka smurstöð áfram á staðnum, án þess að borga nokkuð fyrir það orðspor sem fyrirtækið var búið að koma sér upp á þrjátíu árum. Fleiri hafa sömu sögu að segja. „Við erum bara litlir kallar, og okkur var hent út eftir þrjátíu ár á sama stað," segir Ingi Hannesson. Fósturfaðir hans, Snjólfur Fanndal, hóf rekstur smurstöðvarinnar í Stórahjalla fyrir þrjátíu árum síðan. Starfsemin fór fram í húsnæði í eigu N1. Í maí á síðasta ári var leigusamningi við þá feðga sagt upp. „Uppsögnin á leigunni var útskýrð með því að verið væri að framfylgja stefnu eigenda. Mér var boðið starf á smurstöð í eigu N1 og beðinn um að hafa starfsmenn okkar með. Það hefði því virkað þannig á viðskiptavini að aldrei hefði verið skipt um eigendur og pabbi bara farið á eftirlaun," segir Ingi en smurstöð hans og föður hans hefur verið drifin áfram á sama starfskrafti árum saman. „Sá sem er búinn að vera styðst er búinn að vera í fimm ár." Uppsagnarfresturinn var í fyrstu sex mánuðir en síðar kom í ljós að samkvæmt lögum átti hann að vera eitt ár.Vildu fá viðskiptavildina frítt Í framhaldi af því að Inga var boðið starf hjá N1 spurði hann hvort stæði til að greiða föður sínum eitthvað fyrir reksturinn, sem staðið hafði yfir í 30 ár. „Svarið var einfalt - nei. við gætum farið með reksturinn í annað húsnæði ef okkur þóknaðist. Mér mislíkaði að ekki ætti að meta 30 ára uppbyggingu að neinu leyti og við ákváðum að halda áfram á nýjum stað enda með viðskiptavina skrá með yfir 17.000 bílnúmer og kennitölur á þremur árum," segir Ingi en þeir feðgar hafa flutt sig um set og eru nú staðsettir á Dalvegi 16a. Ingi segir að vissulega hafi ekkert verið ólöglegt við gerðir N1 en stundum þurfi menn að hugsa út fyrir rammann, hvað sé siðlegt og hvað ekki. Þeir láta þetta engu að síður ekkert á sig fá. „Við byrjuðum upp á nýtt á nýjum stað og reynum að kljást við risann."Milljón í auglýsingakostnað Þegar smurstöðin var staðsett í Stórahjalla var hún bundin til þess að kaupa olíu af N1. Eftir að leigusamningnum var sagt upp færði þeir olíuviðskipti sín. „Þeir buðu okkur reyndar betri afslátt eftir að við vorum farnir niður á Dalveg. En eftir þessi samskipti var maður ekkert of viljugur að vesla af þeim tíuþúsund lítra af olíu á ári," segir Ingi sem kaupir nú alla olíu af Skeljungi. Hann segir vistaskiptin hafa mikinn kostnað í för með sér. „Við höfum auglýst fyrir rúmlega milljón. Það hefur hlotist mikill kostnaður bæði af því að auglýsa og koma okkur upp aðstöðu hérna." Ingi segir flesta af gömlu viðskiptavinunum átta sig á því að um nýja rekstraraðila sé að ræða í Stórahjalla og fari niður á Dalveg til þeirra feðga. „En maður sér eftir hverjum tíu sem fara uppeftir. Við erum reyndar við hliðina á höfuðstöðvum N1 núna svo þeir horfa á viðskiptavinina koma til okkar líka," segir Ingi og hlær. Ingi segir viðskiptin vera farin að blómstra eftir erfiðan maí og júní mánuð. Fleiri hafa sömu sögu að segja Þeir Ingi og Snjólfur eru ekki þeir einu sem segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við N1. Magnús Jóhannsson rak smurstöð í húsakynnum N1 á Reykjavikurvegi í Hafnarfirði. Hann fékk uppsagnarbréfið sitt á sama tíma og feðgarnir í Kópavogi, eftir að hafa verið með reksturinn á sama stað síðan 1973. Fljótlega fann hann sér annað húsnæði í Bæjarhrauni 6 í Hafnarfirði og færði sig yfir og rekur þar smurstöðina Smur 54. Hann var þó áfram með opið á Reykjavíkurvegi en beindi flestum viðskiptavinum yfir á nýja staðinn. „Þeir vildu þá meina að þeir gætu tekið þetta strax yfir. Við værum búnir að fyrirgera rétti okkar því við værum farnir. Þetta fór fyrir dómstóla og við unnum málið. Við skelltum þá strax í lás og færðum okkur alveg yfir í Bæjarhraunið," segir Magnús. Hann hefur einnig fært öll sín olíuviðskipti yfir til Skeljungs. Magnús segir viðskiptin vera jafnmikil og áður, meiri ef eitthvað er.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira