Sport

Endurkomu Floyd Mayweather frestað

Ómar Þorgeirsson skrifar
Floyd Mayweather og Ricky Hatton í júlí árið 2007.
Floyd Mayweather og Ricky Hatton í júlí árið 2007. Nordic photos/Getty images

Til stóð að hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. myndi snúa aftur í hringinn gegn Juan Manuel Marquez í júlí en bardaganum hefur hins vegar verið frestað til 19. september.

Ástæða frestunarinnar er brákað rifbein sem Mayweather Jr. varð fyrir við æfingar.

Hinn 32 ára gamli Mayweather barðist síðast við Ricky Hatton í júlí árið 2007 og er enn taplaus á atvinnumannaferli sínum.

Sögusagnir voru á kreiki um að Mayweather væri að fresta bardaganum við Mexíkómanninn Marquez til þess að geta mætt Manny „Pac-man" Pacquiao í risabardaga í millitíðinni en Bandaríkjamaðurinn málglaði neitar því.

„Næsti bardagi minn verður 19. september gegn Marquez og það verður rosalegt tilefni. Allir aðdáendur mínir geta því hlakkað til þegar ég geng frá Marquez og endurheimti minn sess sem besti pund fyrir pund hnefaleikamaður í dag. Allt á einu kvöldi, ekki missa af því," segir Mayweather.











Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×