Ísland og Evrópusambandið Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 14. ágúst 2009 13:03 Í grein sinni: „Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu,“ sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, sl., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnarlamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið. Þetta má til sanns vegar færa að nokkru leyti. Þjóðin situr nú uppi með óbærilegar „skuldir óreiðumanna“, sem hún stofnaði ekki til og naut aðeins að litlu leyti, þar sem lánin fóru að stórum hluta í fjárfestingar erlendis. Ósköpin dundu yfir, af því að hin pólitíska forysta, sem meirihluti þjóðarinnar valdi í hverjum kosningum á fætur öðrum, svaf á verðinum og brást gjörsamlega trausti þjóðarinnar, þegar á reyndi. En það þýðir um leið, að þjóðin er ekki bara saklaust fórnarlamb. Hún er að því leyti sinna eigin örlaga smiður, að hún valdi þessa menn og flokka til forystu, og hefur þar af leiðandi ekki við aðra að sakast. Það var ekki fyrr en allt var orðið um seinan, og efnahagslífið var orðið ein rjúkandi rúst, að þjóðin tók til sinna eigin ráða og afhrópaði hina „vanhæfu“ ríkisstjórn með mótmælaaðgerðum, sem vöktu athygli víða um heim og kenndar hafa verið við potta og pönnur. Með búsáhaldabyltingunni bjargaði þjóðin sjálfsvirðingu sinni. En mun hún duga til að bjarga afkomunni? – Þeirri spurningu er enn ósvarað. En hver er þá ábyrgð „alþjóðasamfélagsins“ á því, hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni? Eva Joly orðar það á eftirfarandi hátt í grein sinni: Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska efnahagskerfisins sýnir, að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags, sem Ísland var holdgervingur fyrir – þ.e. samfélags óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða, sem þessir sömu aðilar tóku þátt í að móta. Einkavæðing „á la Rus“Ég fæ ekki betur séð en að þarna hafi Madame Joly nokkuð til síns máls. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur á undanförnum árum verið í reynd eins konar útibú frá bandaríska fjármálaráðuneytinu. Hin alþjóðlega fjármálakreppa átti uppruna sinn í Bandaríkjunum. Hún er bein afleiðing af þeirri hugmyndafræði sem bjó að baki efnahagsstefnu Bush-stjórnarinnar. Þessi stefna hefur verið kennd við blinda markaðshyggju (e. market fundamentalism). Hún lýsti sér í oftrú á getu markaðarins til að leysa öll vandamál og hins vegar á vantrú á getu lýðræðislega kjörins ríkisvalds til að hafa mótandi áhrif á efnahagsstefnuna. Þetta þýddi í verki hömlulausa einkavæðingaráráttu, afnám reglusetningar og eftirlits með starfsemi fjármálamarkaða, áhættufíkn og ofvöxt fjármálakerfisins og skattaívilnanir til fjármagnseigenda, en allt þetta ýtti undir sívaxandi ójöfnuð og félagslegt óréttlæti með þeim þjóðum, þar sem þessi stefna var ráðandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var merkisberi þessarar stefnu á alþjóðavettvangi. Hann hefur víða skilið eftir sig sviðna jörð í þróunarríkjum. Afskipti sjóðsins af innri málefnum ríkja í Asíukreppunni 1997-98 (sem og afskipti hans af málum S-Ameríkuríkja) gerðu víðast hvar illt verra. Sjóðurinn hefur að vísu beðist afsökunar á mistökum sínum. Hins vegar er fátt sem bendir til þess, að hann hafi lært eitthvað af þeim. Það er rétt sem Madame Joly segir í grein sinni, að seinasta áratuginn eða svo, varð Ísland að eins konar holdgervingi þeirrar efnahagsstefnu, sem kennd hefur verið við nýfrjálshyggju, og hér var lýst. Tímabilið hófst með því að ríkisbankarnir íslensku voru með pólitísku geðþóttavaldi afhentir auðklíkum, sem voru skjólstæðingar þáverandi stjórnarflokka. Þetta var einkavæðing á la Rússland Jeltsíns. Reyndar hafði ein helsta auðklíkan fyrst komið undir sig fótunum undir verndarvæng Pútíns í St. Pétursborg á seinasta áratug liðinnar aldar. Alla tíð síðan hefur sá þráláti grunur leikið á, að sumir hinna íslensku ólígarka hafi haft náin tengsl við rússnesku mafíuna og að einhverjir íslensku bankanna hafi verið nýttir til peningaþvættis á hennar vegum. Þetta er nú væntanlega undir rannsókn. Þjóðfélagstilraun í anda nýfrjálshyggjuÁ u.þ.b. sex árum breyttu hinir nýju eigendur íslensku viðskiptabönkunum í alþjóðlega fjárfestingarbanka eða öllu heldur í áhættusækna vogunarsjóði. Á sex árum uxu þessar fjármálastofnanir íslenska hagkerfinu og eftirlitsstofnunum þess svo yfir höfuð að samsvaraði tífaldri þjóðarframleiðslu. Allt að 85% starfseminnar var utan Íslands. Snemma árs 2008, tæpu ári fyrir hrun, gerði hinn víðkunni hollenski fjármálasérfræðingur Willem Buiter úttekt á íslenska bankakerfinu. Niðurstaða hans var sú, að sjálft viðskiptamódelið – botnlaus skuldsetning í erlendum gjaldeyri til áhættufjárfestinga með hinn veikburða íslenska seðlabanka og léttvægan gjaldeyrisvarasjóð hans sem lánveitanda til þrautavara (og íslenska skattgreiðendur til þrauta-þrautavara) – væri spilaborg, sem óhjákvæmilega stefndi í hrun. Spurningin væri ekki hvort, heldur bara hvenær. Sérfræðingurinn mælti með aðgerðum eins og þeim að breyta útibúum í dótturfyrirtæki með sparifjártryggingu gistiríkis þegar í stað, eða að flytja höfuðstöðvar bankanna úr landi, yfir á stærra myntsvæði, þar sem meginþungi starfseminnar var þá þegar. Eftirlitsstofnanir og stjórnvöld á Íslandi brugðust ekki við af nægri festu. Þess vegna fór sem fór. Á þessu aðgerðaleysi fyrirfinnst engin skynsamleg skýring önnur en sú, að forystumenn ráðandi flokks, Sjálfstæðisflokksins, voru blindaðir af pólitískum átrúnaði sínum um það að afskipti ríkisins gerðu ævinlega illt verra og að treysta mætti markaðnum til að leita bestu lausna. Markaðurinn mundi leiðrétta sig sjálfur, ef út af bæri. Sú var trú Greenspans og Geirs líka, að því er virðist. Það er rétt að halda því til haga, að það var yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Helsti hugmyndafræðingur flokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, skrifaði reglulega lofgreinar í Wall Street Journal um Ísland Davíðs Oddssonar, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og síðar seðlabankastjóra, sem paradís frjálshyggjunnar. Hann var í leiðinni tíður gestur í trúboðsstöðvum nýfrjálshyggjunnar í Washington D.C., sem kenndar eru við Cato og Heritage. Viðskiptaráðið, valdastofnun innan atvinnulífsins í nánum tengslum við forystu Sjálfstæðisflokksins, sem birti aðgerðaáætlun í efnahagsmálum í anda nýfrjálshyggju, hældi sér af því að hafa fengið 90% af tillögum sínum framkvæmd í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins. Þetta sama Viðskiptaráð varaði sérstaklega við því, að Ísland liti til velferðarríkja Norðurlanda sem fyrirmyndar , af því að Ísland stæði þeim miklu framar að flestu leyti. Auðklíkurnar, sem settu Ísland á hausinn á sex árum, athöfnuðu sig í pólitísku skjóli Sjálfstæðisflokksins. Forysta Sjálfstæðisflokksins var undir sterkum áhrifum amerískrar nýfrjálshyggju og deildi auk þess andúð á Evrópusambandinu með hinum bresku arftökum Thatcher. Eftir á að hyggja virðast þær hafa starfað samkvæmt formúlunni um „að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga banka“. Nú er komið á daginn, að þessir bankar voru lítið annað en eins konar skuldapíramídar í anda Ponzi. Eigendur bankanna virðast hafa lagt stund á allar þær sjónhverfingar, sem stýrðu risi og falli Enrons, sem á sínum tíma var sjöunda stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna, þótt gjaldþrot Enrons væri að vísu minna en íslensku bankanna. Eigendurnir misnotuðu aðstöðu sína til að moka lánum í eigin fyrirtæki og félaga sinna. Krosseignavensl þeirra voru allsráðandi. Hluta- og verðbréfamarkaður landsins var í reynd gervimarkaður, þar sem stunduð voru innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun til að halda uppi fölsku verði hlutabréfa með bókhaldshagræðingu og ímyndarsmíð. Auk þess aðstoðuðu bankarnir eigendur sína og attaníossa þeirra við að búa til hundruð skúffufyrirtækja, sem að lokum voru skráð vítt og breitt um heiminn á aflandseyjum til þess að véla um fyrir yfirvöldum um eignatengsl og til þess að ná fram skattahagræði. Hinar svokölluðu eftirlitsstofnanir ríkisins, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit, virtust vera fullkomlega meðvitundarlausar um það sem var að gerast allt um kring. Sama máli gegndi um stjórnvöld, að svo miklu leyti sem þau voru ekki beinlínis meðvirk. Samábyrgð?Madame Joly spyr í grein sinni, hvernig hægt sé að ímynda sér „að 40 manns (þ.e. starfsmenn eftirlitsstofnana) í Reykjavík hafi getað haft virkt eftirlit með starfsemi banka í hjarta fjármálahverfisins í Lundúnum.“ Það er von hún spyrji. Þeir gátu ekki einu sinni haft eftirlit með því sem gerðist í miðbæ Reykjavíkur. Og það er ekki einleikið, að íslensku ólígarkarnir eiga það sammerkt með rússneskum kollegum sínum, að þeir una vel hag sínum í London og þrífast vel í því umhverfi, sem Blair og Brown, arftakar Thatcher, hafa búið bankaræningjum heimsins þar í borg. Íslensku bankaræningjarnir hafa meira að segja apað svo kyrfilega eftir rússneskum starfsbræðrum sínum, að þeir teljast vart menn með mönnum, nema þeir hafi keypt sér sitt eigið fótboltalið. Mr. Brown mannaði sig upp í að beita íslensku bankana í London hryðjuverkalögum og setti sjálft íslenska ríkið (item Seðlabanka Íslands) á hryðjuverkaskrána með al Qaeda. Ætli hann hefði þorað að beita sömu bellibrögðum við ólígarka Pútíns eða olíufurstana í Mið-Austurlöndum? Er nema von að Madame Joly spyrji, hvort bresk stjórnvöld telji sig bera einhverja ábyrgð á hruni Íslands? Eitt af því sem bresk stjórnvöld gætu gert til að bæta fyrir ofríki sitt gagnvart Íslandi, væri að aðstoða íslensk stjórnvöld við að frysta eignir íslensku bankaræningjanna í Bretlandi, til þess að hafa eitthvað upp í þær skuldir, sem þeir hafa skilið eftir hjá íslenskum almenningi, uns dómur hefur gengið um það, hvort lagaheimildir standi til að gera eignir þeirra upptækar. Og er ekki kominn tími til að bresk stjórnvöld aðstoði íslensk stjórnvöld, og ríkisstjórnir annarra ríkja, sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta, við að koma lögum yfir þær skattaparadísir, sem þrífast á sjálfum Bretlandseyjum og víðar um heiminn í skjóli breskrar réttvísi (e. British protectorates)? Nú, þegar tíu mánuðir eru liðnir frá hruni, hefur engum – ekki einu sinni eigendum og stjórnendum bankanna – verið birt ákæra, hvað þá heldur að nokkur maður hafi verið hnepptur í varðhald, til að gæta rannsóknarhagsmuna og forða förgun sönnunargagna. Á meðan hafa auðkýfingarnir haft nægan tíma til að fela fjármuni á aflandseyjum, leppa eignarhald og fela slóðina. Komið hefur á daginn, að saksóknari ríkisins telst vanhæfur til að rannsaka fjármálamisferli, þar sem sonur hans er fjármálastjóri einnar helstu auðklíkunnar. Í staðinn hefur ríkið gripið til þess ráðs að skipa sérstakan saksóknara, án nokkurrar reynslu af umfjöllun um alþjóðlega fjárglæfra, og enn aðra þrjá til að fást við mál hvers banka fyrir sig. Þessu til viðbótar hafa tveir lögfræðingar og einn hagfræðingur verið skipaðir í nefnd til að afla gagna um orsakir hrunsins. Alþingi – elsta þjóðþing í heimi – hefur skipað rannsóknarnefnd, væntanlega til að kanna pólitíska ábyrgð á óförunum. Til þeirrar nefndar hefur ekkert spurst síðan. Allt staðfestir þetta með átakanlegum hætti getuleysi íslenska stjórnkerfisins til að ráða við verkefni af þessari stærðargráðu. Því veldur bæði smæð kerfisins, ráðning embættismanna á flokkspólitískum forsendum fremur en starfshæfni og klíkuskapur fámenns ættbálkasamfélags. Klíkuveldið birtist m.a. í því að sumir af bankastjórunum voru í pólitísku fóstbræðralagi við forstöðumann fjármálaeftirlitsins, þar sem þeir ólust upp í pólitískum ungliðasamtökum Sjálfstæðisflokksins við Háskóla Íslands. Kerfinu er m.ö.o. falið að rannsaka sjálft sig. Það er ekki trúverðugt. Það hefur orðið alger trúnaðarbrestur milli almennings í landinu og stjórnmálaforystunnar. Kerfið virkar ekki. Þjóðfélagssáttmálinn er rofinn. Þegar af þeirri ástæðu þarf þetta fámenna eysamfélag nú á utanaðkomandi aðstoð að halda. Þá er ekki bara átt við fjárhagsaðstoð vegna skuldavandans. Við þurfum líka atbeina sérfræðinga með reynslu af rannsóknum á alþjóðlegu fjármálamisferli og efnahagssérfræðinga, sem eru óháðir innlendum hagsmunaklíkum. Það er í þessum punkti, sem Evrópusambandið og ríkisstjórnir nágrannalanda, ekki síst annarra Norðurlanda og Bretlands, gætu lagt okkur lið. En til þess að svo megi verða, þurfa íslensk stjórnvöld að viðurkenna vanmátt sinn. Þau þurfa sjálf að hafa frumkvæði að því að leita sér aðstoðar. Stjórnarandstaðan, sem er arftaki þeirra afla, sem komu þjóðinni á vonarvöl, gæti svo best bætt fyrir afglöp forvera sinna, að láta vera að ala á þjóðrembu og útlendingaóvild, að ósekju – með göróttu lýðskrumi. TillögurÉg leyfi mér hér með að koma á framfæri eftirfarandi tillögum um aðgerðir, sem ég beini til forystumanna sænsku ríkisstjórnarinnar, sem nú fer með forsæti innan Evrópusambandsins. (1) Evrópusambandið sendi á vettvang hóp reyndra sérfræðinga, í umboði framkvæmdastjórnar og/eða ráðherraráðsins, til að rannsaka orsakir kerfishruns fjármálastofnana á Íslandi og tengsl þess við hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Rannsóknin beinist sérstaklega að því, hverju þurfi að breyta í regluverki Evrópusambandsins varðandi innlánstryggingu sparifjáreigenda og eftirlit með fjármálastofnunum og framkvæmd þess. Sérstaklega verði kannað, hverju þurfi að breyta í lögum og reglum ESB til að tryggja framtíðarhagsmuni smáríkja innan Evrópusambandsins, þar sem fjármálastofnanir starfa á fjölþjóðlegum mörkuðum. Sérstaklega verði kannað, hvort efnisrök standi til þess, að Evrópusambandið auðveldi íslenskum stjórnvöldum að standa undir þeim ábyrgðum, sem þau hafa undirgengist, í nafni íslenskra skattgreiðenda, til að tryggja inneignir sparifjáreigenda í útibúum íslenskra banka annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. (2) Evrópusambandið taki að sér að aðstoða íslensk stjórnvöld við öflun upplýsinga um bankainnistæður íslenskra ríkisborgara í Lúxemborg, Bretlandi, Hollandi, á Kýpur og í skattaparadísum á Bretlandseyjum eða undir breskri forsjá annars staðar í heiminum, þar sem rökstuddur grunur leikur á, að um sé að ræða skattsvikið fé eða aðrar ólögmætar tilfærslur úr íslenskum fyrirtækjum, sem nú sæta þrotabúsmeðferð eftir hrun. (3) Í framhaldi af aðildarumsókn Íslands verði sérstaklega efnt til tvíhliða viðræðna milli fulltrúa ríkisstjórnar Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skuldastöðu Íslands í kjölfar kerfishruns og, hvort efni standi til að Evrópusambandið grípi til ráðstafana til að forða því að greiðslugetu íslensks þjóðarbús verði ofboðið; og til þess að koma í veg fyrir að óbærilegar skuldir torveldi eða komi í veg fyrir endurreisn Íslands. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að tryggja Íslandi eðlilegan aðgang að erlendu fjármagni í uppbyggingarstarfi. Jákvæð niðurstaða úr þessum viðræðum gæti skipt sköpum fyrir framtíð Íslands, þótt þeir fjármunir, sem hér um ræðir, þyki vart mælanlegir á kvarða Evrópusambandsins. Í fyrri grein minni um sama efni (sjá: www.jbh.is) var að því vikið, hvort Evrópusambandið eða einstakar aðildarþjóðir þess, kynnu að eiga einhverra hagsmuna að gæta á Norðurslóðum, sem gætu réttlætt, að Evrópusambandið legði fram fé og fyrirhöfn til að hjálpa Íslandi til sjálfshjálpar á ný. Niðurstaða mín er sú sama og Evu Joly, að fyrir því kunni að finnast haldbær rök. Hitt skiptir þó meira máli, nefnilega að almenningur á Íslandi, sem nú er orðið umsóknaraðili að Evrópusambandinu, upplifi það af eigin reynslu, að forystumenn sambandsins og einstakra aðildarþjóða hugsi ekki um það eitt, að gæta hagsmuna lánardrottna og fjármagnseigenda, heldur ekki síður, að þeir láti sér annt um hagsmuni almennings í aðildarríkjunum. Sjá nánari umfjöllun: www.jbh.is Höfundur gegndi embættum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og ráðherra utanríkisviðskipta í ríkisstjórn Íslands 1987-95 og leiddi, fyrir Íslands hönd, samningana við Evrópusambandið um myndun evrópska efnahagssvæðisins á árunum 1989-93. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni: „Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu,“ sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, sl., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnarlamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið. Þetta má til sanns vegar færa að nokkru leyti. Þjóðin situr nú uppi með óbærilegar „skuldir óreiðumanna“, sem hún stofnaði ekki til og naut aðeins að litlu leyti, þar sem lánin fóru að stórum hluta í fjárfestingar erlendis. Ósköpin dundu yfir, af því að hin pólitíska forysta, sem meirihluti þjóðarinnar valdi í hverjum kosningum á fætur öðrum, svaf á verðinum og brást gjörsamlega trausti þjóðarinnar, þegar á reyndi. En það þýðir um leið, að þjóðin er ekki bara saklaust fórnarlamb. Hún er að því leyti sinna eigin örlaga smiður, að hún valdi þessa menn og flokka til forystu, og hefur þar af leiðandi ekki við aðra að sakast. Það var ekki fyrr en allt var orðið um seinan, og efnahagslífið var orðið ein rjúkandi rúst, að þjóðin tók til sinna eigin ráða og afhrópaði hina „vanhæfu“ ríkisstjórn með mótmælaaðgerðum, sem vöktu athygli víða um heim og kenndar hafa verið við potta og pönnur. Með búsáhaldabyltingunni bjargaði þjóðin sjálfsvirðingu sinni. En mun hún duga til að bjarga afkomunni? – Þeirri spurningu er enn ósvarað. En hver er þá ábyrgð „alþjóðasamfélagsins“ á því, hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni? Eva Joly orðar það á eftirfarandi hátt í grein sinni: Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska efnahagskerfisins sýnir, að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags, sem Ísland var holdgervingur fyrir – þ.e. samfélags óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða, sem þessir sömu aðilar tóku þátt í að móta. Einkavæðing „á la Rus“Ég fæ ekki betur séð en að þarna hafi Madame Joly nokkuð til síns máls. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur á undanförnum árum verið í reynd eins konar útibú frá bandaríska fjármálaráðuneytinu. Hin alþjóðlega fjármálakreppa átti uppruna sinn í Bandaríkjunum. Hún er bein afleiðing af þeirri hugmyndafræði sem bjó að baki efnahagsstefnu Bush-stjórnarinnar. Þessi stefna hefur verið kennd við blinda markaðshyggju (e. market fundamentalism). Hún lýsti sér í oftrú á getu markaðarins til að leysa öll vandamál og hins vegar á vantrú á getu lýðræðislega kjörins ríkisvalds til að hafa mótandi áhrif á efnahagsstefnuna. Þetta þýddi í verki hömlulausa einkavæðingaráráttu, afnám reglusetningar og eftirlits með starfsemi fjármálamarkaða, áhættufíkn og ofvöxt fjármálakerfisins og skattaívilnanir til fjármagnseigenda, en allt þetta ýtti undir sívaxandi ójöfnuð og félagslegt óréttlæti með þeim þjóðum, þar sem þessi stefna var ráðandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var merkisberi þessarar stefnu á alþjóðavettvangi. Hann hefur víða skilið eftir sig sviðna jörð í þróunarríkjum. Afskipti sjóðsins af innri málefnum ríkja í Asíukreppunni 1997-98 (sem og afskipti hans af málum S-Ameríkuríkja) gerðu víðast hvar illt verra. Sjóðurinn hefur að vísu beðist afsökunar á mistökum sínum. Hins vegar er fátt sem bendir til þess, að hann hafi lært eitthvað af þeim. Það er rétt sem Madame Joly segir í grein sinni, að seinasta áratuginn eða svo, varð Ísland að eins konar holdgervingi þeirrar efnahagsstefnu, sem kennd hefur verið við nýfrjálshyggju, og hér var lýst. Tímabilið hófst með því að ríkisbankarnir íslensku voru með pólitísku geðþóttavaldi afhentir auðklíkum, sem voru skjólstæðingar þáverandi stjórnarflokka. Þetta var einkavæðing á la Rússland Jeltsíns. Reyndar hafði ein helsta auðklíkan fyrst komið undir sig fótunum undir verndarvæng Pútíns í St. Pétursborg á seinasta áratug liðinnar aldar. Alla tíð síðan hefur sá þráláti grunur leikið á, að sumir hinna íslensku ólígarka hafi haft náin tengsl við rússnesku mafíuna og að einhverjir íslensku bankanna hafi verið nýttir til peningaþvættis á hennar vegum. Þetta er nú væntanlega undir rannsókn. Þjóðfélagstilraun í anda nýfrjálshyggjuÁ u.þ.b. sex árum breyttu hinir nýju eigendur íslensku viðskiptabönkunum í alþjóðlega fjárfestingarbanka eða öllu heldur í áhættusækna vogunarsjóði. Á sex árum uxu þessar fjármálastofnanir íslenska hagkerfinu og eftirlitsstofnunum þess svo yfir höfuð að samsvaraði tífaldri þjóðarframleiðslu. Allt að 85% starfseminnar var utan Íslands. Snemma árs 2008, tæpu ári fyrir hrun, gerði hinn víðkunni hollenski fjármálasérfræðingur Willem Buiter úttekt á íslenska bankakerfinu. Niðurstaða hans var sú, að sjálft viðskiptamódelið – botnlaus skuldsetning í erlendum gjaldeyri til áhættufjárfestinga með hinn veikburða íslenska seðlabanka og léttvægan gjaldeyrisvarasjóð hans sem lánveitanda til þrautavara (og íslenska skattgreiðendur til þrauta-þrautavara) – væri spilaborg, sem óhjákvæmilega stefndi í hrun. Spurningin væri ekki hvort, heldur bara hvenær. Sérfræðingurinn mælti með aðgerðum eins og þeim að breyta útibúum í dótturfyrirtæki með sparifjártryggingu gistiríkis þegar í stað, eða að flytja höfuðstöðvar bankanna úr landi, yfir á stærra myntsvæði, þar sem meginþungi starfseminnar var þá þegar. Eftirlitsstofnanir og stjórnvöld á Íslandi brugðust ekki við af nægri festu. Þess vegna fór sem fór. Á þessu aðgerðaleysi fyrirfinnst engin skynsamleg skýring önnur en sú, að forystumenn ráðandi flokks, Sjálfstæðisflokksins, voru blindaðir af pólitískum átrúnaði sínum um það að afskipti ríkisins gerðu ævinlega illt verra og að treysta mætti markaðnum til að leita bestu lausna. Markaðurinn mundi leiðrétta sig sjálfur, ef út af bæri. Sú var trú Greenspans og Geirs líka, að því er virðist. Það er rétt að halda því til haga, að það var yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Helsti hugmyndafræðingur flokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, skrifaði reglulega lofgreinar í Wall Street Journal um Ísland Davíðs Oddssonar, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og síðar seðlabankastjóra, sem paradís frjálshyggjunnar. Hann var í leiðinni tíður gestur í trúboðsstöðvum nýfrjálshyggjunnar í Washington D.C., sem kenndar eru við Cato og Heritage. Viðskiptaráðið, valdastofnun innan atvinnulífsins í nánum tengslum við forystu Sjálfstæðisflokksins, sem birti aðgerðaáætlun í efnahagsmálum í anda nýfrjálshyggju, hældi sér af því að hafa fengið 90% af tillögum sínum framkvæmd í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins. Þetta sama Viðskiptaráð varaði sérstaklega við því, að Ísland liti til velferðarríkja Norðurlanda sem fyrirmyndar , af því að Ísland stæði þeim miklu framar að flestu leyti. Auðklíkurnar, sem settu Ísland á hausinn á sex árum, athöfnuðu sig í pólitísku skjóli Sjálfstæðisflokksins. Forysta Sjálfstæðisflokksins var undir sterkum áhrifum amerískrar nýfrjálshyggju og deildi auk þess andúð á Evrópusambandinu með hinum bresku arftökum Thatcher. Eftir á að hyggja virðast þær hafa starfað samkvæmt formúlunni um „að besta leiðin til að ræna banka sé að eiga banka“. Nú er komið á daginn, að þessir bankar voru lítið annað en eins konar skuldapíramídar í anda Ponzi. Eigendur bankanna virðast hafa lagt stund á allar þær sjónhverfingar, sem stýrðu risi og falli Enrons, sem á sínum tíma var sjöunda stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna, þótt gjaldþrot Enrons væri að vísu minna en íslensku bankanna. Eigendurnir misnotuðu aðstöðu sína til að moka lánum í eigin fyrirtæki og félaga sinna. Krosseignavensl þeirra voru allsráðandi. Hluta- og verðbréfamarkaður landsins var í reynd gervimarkaður, þar sem stunduð voru innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun til að halda uppi fölsku verði hlutabréfa með bókhaldshagræðingu og ímyndarsmíð. Auk þess aðstoðuðu bankarnir eigendur sína og attaníossa þeirra við að búa til hundruð skúffufyrirtækja, sem að lokum voru skráð vítt og breitt um heiminn á aflandseyjum til þess að véla um fyrir yfirvöldum um eignatengsl og til þess að ná fram skattahagræði. Hinar svokölluðu eftirlitsstofnanir ríkisins, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit, virtust vera fullkomlega meðvitundarlausar um það sem var að gerast allt um kring. Sama máli gegndi um stjórnvöld, að svo miklu leyti sem þau voru ekki beinlínis meðvirk. Samábyrgð?Madame Joly spyr í grein sinni, hvernig hægt sé að ímynda sér „að 40 manns (þ.e. starfsmenn eftirlitsstofnana) í Reykjavík hafi getað haft virkt eftirlit með starfsemi banka í hjarta fjármálahverfisins í Lundúnum.“ Það er von hún spyrji. Þeir gátu ekki einu sinni haft eftirlit með því sem gerðist í miðbæ Reykjavíkur. Og það er ekki einleikið, að íslensku ólígarkarnir eiga það sammerkt með rússneskum kollegum sínum, að þeir una vel hag sínum í London og þrífast vel í því umhverfi, sem Blair og Brown, arftakar Thatcher, hafa búið bankaræningjum heimsins þar í borg. Íslensku bankaræningjarnir hafa meira að segja apað svo kyrfilega eftir rússneskum starfsbræðrum sínum, að þeir teljast vart menn með mönnum, nema þeir hafi keypt sér sitt eigið fótboltalið. Mr. Brown mannaði sig upp í að beita íslensku bankana í London hryðjuverkalögum og setti sjálft íslenska ríkið (item Seðlabanka Íslands) á hryðjuverkaskrána með al Qaeda. Ætli hann hefði þorað að beita sömu bellibrögðum við ólígarka Pútíns eða olíufurstana í Mið-Austurlöndum? Er nema von að Madame Joly spyrji, hvort bresk stjórnvöld telji sig bera einhverja ábyrgð á hruni Íslands? Eitt af því sem bresk stjórnvöld gætu gert til að bæta fyrir ofríki sitt gagnvart Íslandi, væri að aðstoða íslensk stjórnvöld við að frysta eignir íslensku bankaræningjanna í Bretlandi, til þess að hafa eitthvað upp í þær skuldir, sem þeir hafa skilið eftir hjá íslenskum almenningi, uns dómur hefur gengið um það, hvort lagaheimildir standi til að gera eignir þeirra upptækar. Og er ekki kominn tími til að bresk stjórnvöld aðstoði íslensk stjórnvöld, og ríkisstjórnir annarra ríkja, sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta, við að koma lögum yfir þær skattaparadísir, sem þrífast á sjálfum Bretlandseyjum og víðar um heiminn í skjóli breskrar réttvísi (e. British protectorates)? Nú, þegar tíu mánuðir eru liðnir frá hruni, hefur engum – ekki einu sinni eigendum og stjórnendum bankanna – verið birt ákæra, hvað þá heldur að nokkur maður hafi verið hnepptur í varðhald, til að gæta rannsóknarhagsmuna og forða förgun sönnunargagna. Á meðan hafa auðkýfingarnir haft nægan tíma til að fela fjármuni á aflandseyjum, leppa eignarhald og fela slóðina. Komið hefur á daginn, að saksóknari ríkisins telst vanhæfur til að rannsaka fjármálamisferli, þar sem sonur hans er fjármálastjóri einnar helstu auðklíkunnar. Í staðinn hefur ríkið gripið til þess ráðs að skipa sérstakan saksóknara, án nokkurrar reynslu af umfjöllun um alþjóðlega fjárglæfra, og enn aðra þrjá til að fást við mál hvers banka fyrir sig. Þessu til viðbótar hafa tveir lögfræðingar og einn hagfræðingur verið skipaðir í nefnd til að afla gagna um orsakir hrunsins. Alþingi – elsta þjóðþing í heimi – hefur skipað rannsóknarnefnd, væntanlega til að kanna pólitíska ábyrgð á óförunum. Til þeirrar nefndar hefur ekkert spurst síðan. Allt staðfestir þetta með átakanlegum hætti getuleysi íslenska stjórnkerfisins til að ráða við verkefni af þessari stærðargráðu. Því veldur bæði smæð kerfisins, ráðning embættismanna á flokkspólitískum forsendum fremur en starfshæfni og klíkuskapur fámenns ættbálkasamfélags. Klíkuveldið birtist m.a. í því að sumir af bankastjórunum voru í pólitísku fóstbræðralagi við forstöðumann fjármálaeftirlitsins, þar sem þeir ólust upp í pólitískum ungliðasamtökum Sjálfstæðisflokksins við Háskóla Íslands. Kerfinu er m.ö.o. falið að rannsaka sjálft sig. Það er ekki trúverðugt. Það hefur orðið alger trúnaðarbrestur milli almennings í landinu og stjórnmálaforystunnar. Kerfið virkar ekki. Þjóðfélagssáttmálinn er rofinn. Þegar af þeirri ástæðu þarf þetta fámenna eysamfélag nú á utanaðkomandi aðstoð að halda. Þá er ekki bara átt við fjárhagsaðstoð vegna skuldavandans. Við þurfum líka atbeina sérfræðinga með reynslu af rannsóknum á alþjóðlegu fjármálamisferli og efnahagssérfræðinga, sem eru óháðir innlendum hagsmunaklíkum. Það er í þessum punkti, sem Evrópusambandið og ríkisstjórnir nágrannalanda, ekki síst annarra Norðurlanda og Bretlands, gætu lagt okkur lið. En til þess að svo megi verða, þurfa íslensk stjórnvöld að viðurkenna vanmátt sinn. Þau þurfa sjálf að hafa frumkvæði að því að leita sér aðstoðar. Stjórnarandstaðan, sem er arftaki þeirra afla, sem komu þjóðinni á vonarvöl, gæti svo best bætt fyrir afglöp forvera sinna, að láta vera að ala á þjóðrembu og útlendingaóvild, að ósekju – með göróttu lýðskrumi. TillögurÉg leyfi mér hér með að koma á framfæri eftirfarandi tillögum um aðgerðir, sem ég beini til forystumanna sænsku ríkisstjórnarinnar, sem nú fer með forsæti innan Evrópusambandsins. (1) Evrópusambandið sendi á vettvang hóp reyndra sérfræðinga, í umboði framkvæmdastjórnar og/eða ráðherraráðsins, til að rannsaka orsakir kerfishruns fjármálastofnana á Íslandi og tengsl þess við hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Rannsóknin beinist sérstaklega að því, hverju þurfi að breyta í regluverki Evrópusambandsins varðandi innlánstryggingu sparifjáreigenda og eftirlit með fjármálastofnunum og framkvæmd þess. Sérstaklega verði kannað, hverju þurfi að breyta í lögum og reglum ESB til að tryggja framtíðarhagsmuni smáríkja innan Evrópusambandsins, þar sem fjármálastofnanir starfa á fjölþjóðlegum mörkuðum. Sérstaklega verði kannað, hvort efnisrök standi til þess, að Evrópusambandið auðveldi íslenskum stjórnvöldum að standa undir þeim ábyrgðum, sem þau hafa undirgengist, í nafni íslenskra skattgreiðenda, til að tryggja inneignir sparifjáreigenda í útibúum íslenskra banka annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. (2) Evrópusambandið taki að sér að aðstoða íslensk stjórnvöld við öflun upplýsinga um bankainnistæður íslenskra ríkisborgara í Lúxemborg, Bretlandi, Hollandi, á Kýpur og í skattaparadísum á Bretlandseyjum eða undir breskri forsjá annars staðar í heiminum, þar sem rökstuddur grunur leikur á, að um sé að ræða skattsvikið fé eða aðrar ólögmætar tilfærslur úr íslenskum fyrirtækjum, sem nú sæta þrotabúsmeðferð eftir hrun. (3) Í framhaldi af aðildarumsókn Íslands verði sérstaklega efnt til tvíhliða viðræðna milli fulltrúa ríkisstjórnar Íslands og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skuldastöðu Íslands í kjölfar kerfishruns og, hvort efni standi til að Evrópusambandið grípi til ráðstafana til að forða því að greiðslugetu íslensks þjóðarbús verði ofboðið; og til þess að koma í veg fyrir að óbærilegar skuldir torveldi eða komi í veg fyrir endurreisn Íslands. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að tryggja Íslandi eðlilegan aðgang að erlendu fjármagni í uppbyggingarstarfi. Jákvæð niðurstaða úr þessum viðræðum gæti skipt sköpum fyrir framtíð Íslands, þótt þeir fjármunir, sem hér um ræðir, þyki vart mælanlegir á kvarða Evrópusambandsins. Í fyrri grein minni um sama efni (sjá: www.jbh.is) var að því vikið, hvort Evrópusambandið eða einstakar aðildarþjóðir þess, kynnu að eiga einhverra hagsmuna að gæta á Norðurslóðum, sem gætu réttlætt, að Evrópusambandið legði fram fé og fyrirhöfn til að hjálpa Íslandi til sjálfshjálpar á ný. Niðurstaða mín er sú sama og Evu Joly, að fyrir því kunni að finnast haldbær rök. Hitt skiptir þó meira máli, nefnilega að almenningur á Íslandi, sem nú er orðið umsóknaraðili að Evrópusambandinu, upplifi það af eigin reynslu, að forystumenn sambandsins og einstakra aðildarþjóða hugsi ekki um það eitt, að gæta hagsmuna lánardrottna og fjármagnseigenda, heldur ekki síður, að þeir láti sér annt um hagsmuni almennings í aðildarríkjunum. Sjá nánari umfjöllun: www.jbh.is Höfundur gegndi embættum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og ráðherra utanríkisviðskipta í ríkisstjórn Íslands 1987-95 og leiddi, fyrir Íslands hönd, samningana við Evrópusambandið um myndun evrópska efnahagssvæðisins á árunum 1989-93.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun