Formúla 1

Draumur Fisichella rættist að lokum

Giancarlo Fisichella í rauðlituðum fatnaði Ferrari og stoltur af því.
Giancarlo Fisichella í rauðlituðum fatnaði Ferrari og stoltur af því.

Ítalinn Giancarlo frá Ítalíu hefur látið drauminn rætast og er nú orðinn opinber ökumaður Ferrari og búinn að máta bílinn og klæðast rauðlituðum galla.

Það er draumur allra ítalskra ökumanna að aka Ferrari, en fáum hefur hlotnast slíkt síðustu misseri, enda var Michael Schumacher eins og konungur í ríki sínu áður en Kimi Raikkönen tók við hlutverki hans. Fisichella hefur dreynt um að keyra Ferrari í hartnær 20 ár.

Óhapp Felipe Massa í Ungverjalandi varð til þess að tveir Ítalir hafa nú fengið tækifæri. Þróunarökumaður Luca Baoder ók í Valencia og á Spa, en varð í neðsta sæti í báðum mótum. Á meðan blómstraði Giancarlo Fisichella um borð í Force India og náði öðru sæti.

Luca Montezemolo kippti Fisichella inn í lið Ferrari til að bjarga málum, en Ferrari mönnum þótti ekki boðlegt að annar bíll liðanna lenti í neðsta sæti á meðan Kimi Raikkönen vann.

Fisichella klæddist búningi Ferrari og nú bíða áhugamenn spenntir að sjá hver útkoman verður og hvort draumur Fisichella breytist í martröð eins og varð raunin hjá Badoer.

Allt um ferill Fisichella




Fleiri fréttir

Sjá meira


×