Handbolti

Kvennalið Gróttu hætt við þátttöku í N1-deildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Úr leik með Gróttu.
Úr leik með Gróttu.

Stjórn handknattleiksdeildar Gróttu hefur ákveðið að draga meistaraflokk kvenna hjá félaginu úr keppni í N1-deildinni tímabilið 2009-2010 en hefur jafnframt ákveðið að skrá liðið til keppni í 2. deild í staðinn.

„Lykilleikmenn meistarflokks kvenna frá síðustu leiktíð hafa ákveðið að hætta eða hafa gengið til liðs við önnur félög, hér heima og erlendis.

Handknattleiksdeildin hefur með þessari ákvörðun ákveðið að einbeita sér að uppbyggingarstarfi hjá félaginu og búa til samkeppnishæft lið á næstu árum sem skipar sér aftur í raðir fremstu liða. Grótta býr yfir mjög efnilegu yngri flokka starfi og menn horfa bjartir til framtíðar," segir í fréttatilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×