Kvennalandsliðið U19 gerði í dag markalaust jafntefli við Noreg í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Fanndís Friðriksdóttir lék með íslenska liðinu og náði að skapa usla í vörn Noregs.
Norska liðið komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum þegar það átti hörkuskot í þverslánna. Norska liðinu tókst hinsvegar ekki að koma knettinum framhjá Birnu Berg Haraldsdóttur sem átti góðan leik í marki Íslands.
Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíþjóð á fimmtudag en sænska liðið tapaði 3-0 fyrir Englandi í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag:
Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður
Berglind Bjarnadóttir
Thelma Björk Einarsdóttir
Mist Edvardsdóttir
Silvía Rán Sigurðardóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Elínborg Ingvarsdóttir
Anna Þórunn Guðmundsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði