Erlent

Hald lagt á glæsivillur og báta Madoffs

Bernard Madoff er sjötugur en búist er við að hann fá lífstíðardóm fyrir svik sín.
Bernard Madoff er sjötugur en búist er við að hann fá lífstíðardóm fyrir svik sín.

Glæsivillur, bílar, bátar og silfurmunir í eigu fjárfestisins Bernard Madoff og eiginkonu hans eru meðal þess sem yfirvöld munu taka í sínar vörslur. Þetta var meðal þess sem var á lista saksóknara sem hann lagði fram við réttarhöldin í New York en Madoff hefur játað á sig 11 ákærur vegna svika.

Madoff leikur aðalhlutverkið í stærsta svikamáli sem upp hefur komið á Wall Street, en hann er ákærður fyrir að hafa dregið að sér allt að 50 milljarða dollara með svikum á tuttugu ára tímabili.

Hann situr nú í fangelsi og bíður dóms en talið er að hann gæti setið inni til æviloka. Villur Madoffs á Manhattan, Palm Beach, Florida, Frakklandi og New York eru meðal þess sem er á umræddum lista.

Þrír bátar að verðmæti 7 milljóna punda og Steinway píanó sem talið 27 þúsund punda virði voru einnig á listanum.

Eignir Madoffs voru frystar eftir að hann var handtekinn í desember á síðasta ári.

Svindl Madoffs hefur verið nefnt pýramídasvinld sem hann dulbjó sem vogunarsjóð en hann er fyrrum forstjóri Nasdaq kauphallarinnar. Fjölmargir bankar og fjármálastofnanir um víða veröld töpuðu milljónum á svinldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×