Fitch setur lánshæfi Kaliforníu í sama flokk og Ísland 7. júlí 2009 11:09 Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur sett lánshæfismatið á langtímaskuldum Kaliforníu á svipaðar slóðir og Ísland, það er BBB eða aðeins tveimur þrepum frá ruslflokki. Eins og komið hefur fram í fréttum rambar Kalifornía nú á barmi gjaldþrots og í síðustu viku fór ríkið að gefa út skuldaviðurkenningar (IOU) fyrir sumum af reikningum sínum til að spara lausafé til afborganna á forgangskröfum á hendur ríkinu. Í frétt á Reuters segir að lánshæfismatið nú sé þar að auki með neikvæðum horfum. Kalifornía er með lægsta lánshæfismatið af öllum ríkjum Bandaríkjanna. Næst á eftir kemur Louisiana með matið A+. Reiknað er með að hin matsfyrirtækin tvö, Moody´s og Standard & Poors, muni fylgja fordæmi Fitch á næstunni. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu hefur lýst yfir fjárhagslegu neyðarástandi í ríkinu og kallað þing þess saman á aukafund til að reyna að ráða bót á skuldastöðunni. Sem stendur nema skuldirnar rúmlega 26 milljörðum dollara eða um 3.300 milljörðum kr. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur sett lánshæfismatið á langtímaskuldum Kaliforníu á svipaðar slóðir og Ísland, það er BBB eða aðeins tveimur þrepum frá ruslflokki. Eins og komið hefur fram í fréttum rambar Kalifornía nú á barmi gjaldþrots og í síðustu viku fór ríkið að gefa út skuldaviðurkenningar (IOU) fyrir sumum af reikningum sínum til að spara lausafé til afborganna á forgangskröfum á hendur ríkinu. Í frétt á Reuters segir að lánshæfismatið nú sé þar að auki með neikvæðum horfum. Kalifornía er með lægsta lánshæfismatið af öllum ríkjum Bandaríkjanna. Næst á eftir kemur Louisiana með matið A+. Reiknað er með að hin matsfyrirtækin tvö, Moody´s og Standard & Poors, muni fylgja fordæmi Fitch á næstunni. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu hefur lýst yfir fjárhagslegu neyðarástandi í ríkinu og kallað þing þess saman á aukafund til að reyna að ráða bót á skuldastöðunni. Sem stendur nema skuldirnar rúmlega 26 milljörðum dollara eða um 3.300 milljörðum kr.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira