Innlent

Kompásperri handtekinn með fíkniefni í Argentínu

Andri Ólafsson skrifar

Íslenski sendiráðsfulltrúinn í Argentínu ætlar að heimsækja Íslendinginn sem handtekinn var í Buenos Aires í síðasta mánuði.

Hörður Sigurjónsson var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires með rúmlega fimm kíló af kókaíni og hefur setið í fangelsi í hálfan mánuð. Sendiráðsfulltrúi íslands sem staðsettur er í Buenos Aires fylgist með málinu. Hann ætlar að heimsækja Hörð í fangelsið og athuga með aðbúnað hans og líðan.

Hörður var rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra en sinnti ekki fíkniefnamálum eftir því sem næst verður komist. Eftir að hann lét að störfum hjá lögreglunni tók að halla undan fæti.

Hann var til að mynda einn þeirra sem fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um í þætti sínum um karlmenn sem áttu í kynferðislegum samskiptum við börn á netinu. Í þættinum var hann kallaður fíkusbenjamín; en það er nafnið sem hann notaði þegar hann setti sig í samband við unglingsstúlkur.

Hörður flutti til Spánar fyrir fáeinum árum og keypti sér þar hús. hann missti húsið og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið í töluverðum fjárhagserfiðleikum síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×