Stjórn Nasdaq-kauphallarinnar í New York hefur ákveðið að fresta afskráningu á deCODE á meðan endurskoðun á stöðu félagsins fer fram.
Þetta kemur fram á heimasíðu deCODE í dag. Sem kunnugt er af fréttum hefur verð á hlutum í deCODE rokið upp á síðustu dögum en afskrá átti félagið úr Nasdaq þar sem hlutir í því voru lengi búnir að vera undir einum dollara sem er lágmarksverð samkvæmt reglum kauphallarinnar.
Samkvæmt frétt á heimasíðunni hefur skráningarnefnd deCODE ákveðið að fresta afskráningunni og á meðan endurskoðun fer fram munu viðskipti með hluti félagsins halda áfram.