Woodstock fjármálaheimsins haldið um næstu helgi 29. apríl 2009 09:58 Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum." Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Á síðasta ári mættu yfir 30.000 manns á fundinn og hlustuðu á Buffett skýra frá skoðunum sínum á ýmsum málum allt frá bandarískum hafnarbolta og að Paris Hilton. Bloomberg fréttaveitan segir að í ár muni Buffett hinsvegar einbeita sér að þeim leiðum sem hægt er að fara til að snúa við rekstri félags síns eftir versta ár í sögu þess. Buffett þarf að róa hluthafa sína eftir að markaðsverðmæti Berkshire Hathaway hefur minnkað um 37% frá ársbyrjun 2008, slæma fjárfestingu í olíufélaginu ConcoPhillips og lækkun á lánshæfismati Berkshire Hathaway hjá matsfyrirtækjum. Engar hömlur hafa hingað til verið settar á þær spurningar sem hluthafar geta beint til Buffett á þessum fundum og hafa þær verið allt frá hugleiðingum um íþróttir og upp í tengsl Buffett við Jesú Krist. Í ár verður þessu breytt þannig að helmingur spurninganna verður að snúast um málefni Berkshire Hathaway. „Þessi fundur verður á mun alvarlegri nótum en áður," segir Bill Bergman greinandi hjá Morningstar Inc. „Hluthafar í Berkshire eru ekki vanir að sjá 40% niðursveiflu og við erum á alvarlegum tímapunkti í efnahagsmálum."
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira