Button beitir ekki bolabrögðum í titilslagnum 2. október 2009 06:26 Jenson Button hefur unnið sex mót á árinu og gæti orðið meistari um helgina, mynd: Getty Images Jeoson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina. Hann keppir á Suzuka brautinni um helgina og þar gerðist það 1989 að Alain Prost keyrði Ayrton Senna út úr brautinni þegar þeir voru saman hjá McLaren til að verða meistari. Nú er Button í liði með Rubens Barrichello og báðir geta orðið meistarar. "Ég er ekki þannig karakter að ég fari að beita slíkum brögðum. Mér myndi finnast að ég hefði svindlað á sjálfum mér. Ég myndi kannski hugsa öðruvísi ef Barrichello ekki félagi minn og ég hataði hann", sagði Button aðspurður um þankagang sinn. Hann þarf 5 stigum meira en Barrochello í móti helgarinnar til að verða meistari. "Ég myndi samt aldrei svindla til að sigra og svíkja fólk sem fylgist með Formúlu 1. Ef þú ert að keppa í hlaupi og styttir þér leið, þá líður þér varla eins og sigurvegari ef þú kemur fyrstur í mark á þann hátt. Það er eins og að ræna banka. Þú átt ekki peninganna", sagði Button. Sjá brautarlýsingu og stigastöðuna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jeoson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina. Hann keppir á Suzuka brautinni um helgina og þar gerðist það 1989 að Alain Prost keyrði Ayrton Senna út úr brautinni þegar þeir voru saman hjá McLaren til að verða meistari. Nú er Button í liði með Rubens Barrichello og báðir geta orðið meistarar. "Ég er ekki þannig karakter að ég fari að beita slíkum brögðum. Mér myndi finnast að ég hefði svindlað á sjálfum mér. Ég myndi kannski hugsa öðruvísi ef Barrichello ekki félagi minn og ég hataði hann", sagði Button aðspurður um þankagang sinn. Hann þarf 5 stigum meira en Barrochello í móti helgarinnar til að verða meistari. "Ég myndi samt aldrei svindla til að sigra og svíkja fólk sem fylgist með Formúlu 1. Ef þú ert að keppa í hlaupi og styttir þér leið, þá líður þér varla eins og sigurvegari ef þú kemur fyrstur í mark á þann hátt. Það er eins og að ræna banka. Þú átt ekki peninganna", sagði Button. Sjá brautarlýsingu og stigastöðuna
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira