Hamilton: Elska að aka Suzuka brautina 2. október 2009 15:30 Bretinn Lewis Hamilton eys vatninu af Suzuka brautinni í nótt. mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er heillaður af Suzuka brautinni í Japan eftir að hafa frumkeyrt hana í nótt. Aðstæður voru þó erfiðar en það rigndi á báðum æfingum. Keppt verður á brautinni um helgina og getur Jenson Button, landi Hamiltons tryggt sér titilinn með góðum árangri. "Ég hreinlega elska þessa braut. Þetta er besta braut sem ég hef ekið. Ég skemmti mér konunglega á æfingunum þrátt fyrir veðrið. Ég ók á seinni æfingunni þó það væri glórulaust, eingöngu vegna þess hvað ég naut mín á brautinni. Vildi skemmta mér", sagði Hamilton. Landi hans Button getur tekið við titlinum í móti helgarinnar, ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello út úr mótinu á sunnudaginn. Ítarlega verður sýnt frá æfingum dagsins í samantekt á Stöð 2 Sport kl. 21:00 í kvöld. sjá brautarlýsingu frá Suzuka Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er heillaður af Suzuka brautinni í Japan eftir að hafa frumkeyrt hana í nótt. Aðstæður voru þó erfiðar en það rigndi á báðum æfingum. Keppt verður á brautinni um helgina og getur Jenson Button, landi Hamiltons tryggt sér titilinn með góðum árangri. "Ég hreinlega elska þessa braut. Þetta er besta braut sem ég hef ekið. Ég skemmti mér konunglega á æfingunum þrátt fyrir veðrið. Ég ók á seinni æfingunni þó það væri glórulaust, eingöngu vegna þess hvað ég naut mín á brautinni. Vildi skemmta mér", sagði Hamilton. Landi hans Button getur tekið við titlinum í móti helgarinnar, ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello út úr mótinu á sunnudaginn. Ítarlega verður sýnt frá æfingum dagsins í samantekt á Stöð 2 Sport kl. 21:00 í kvöld. sjá brautarlýsingu frá Suzuka
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira