Lakers og Boston töpuðu bæði heima 5. maí 2009 09:10 Orlando er í góðri stöðu eftir sigur í Boston AP Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles. NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles.
NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira