Prump er ekki list Þórður Grímsson skrifar 20. júní 2009 06:00 Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End" sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því. Undirritaður las fréttatilkynningu um verkið The End, horfði á sjónvarpsviðtöl við listamanninn og fylgist með allri umræðu og umfjöllun um Feneyjatvíæringinn. Fréttatilkynningin er stútfull af lofyrðum og háfleygum setningum um sannindi og mikilvægi verksins og listamannsins, til dæmis í þá veru að hann „vegi salt á milli hins háfleyga málara Caspar David Friedrichs og tvíeykisins Gilberts og George sem sækja öllum stundum í hversdagsleikann"; að verkið spanni „epískar víddir í tíma og rúmi". Andreas Eriksson kemst svo að orði: „Ég sé skálann í Feneyjum fyrir mér eins og vita á heimsenda sem gín yfir tóminu. Öldur á höttunum á eftir týndum sálum og mistur við sjóndeildarhringinn varna því að þig sundli á barmi hyldýpisins. Hafið ber ekkert nafn og á bryggjunni situr maður án örlaga." Í sjónvarpsviðtali við Einar Fal Ingólfsson á mbl.is, einhvers konar kynningu/umfjöllun um listaverkið og Ragnar sjálfan, eyddi Ragnar mestum tíma í að útskýra litinn á sundskýlunni sem fyrirsætan, Páll Haukur Björnsson, átti að klæðast og hvers vegna. „Ég er búinn að vera sko að stúdera hvernig skýlu Palli eigi að vera í sko," sagði Ragnar og bætti við: „Þetta verður svona svört Speedo-skýla, verst ég er ekki með hana, hún er núna inni í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, hann hérna hann Guðmundur þar er að sauma sko gula rönd á svörtu skýlurnar." „Af hverju gula rönd?" spyr fréttamaðurinn og Ragnar útskýrir: „Það er eitthvað sem ég var alveg „obsessed" af sko, fannst það rosa mikilvægt að það væri svona gul rönd hérna" og bendir á hlið skýlunnar. „Er það eitthvað ákveðið tísku-steitment?" spyr fréttamaður. „Je, það bara tjsu gasalega smart (mikill hlátur)." Á engum tímapunkti í allri þessari þvælu gat undirritaður fundið útskýringu á neinu sem listamaðurinn ætlaði sér með verkinu, einungis samhengisleysu. Undirritaður hugsar til verks sem hann sá sýnt í Hafnarhúsinu 18. september 2006 sem hafði yfirskriftina „Stúka Hitlers". Ragnar Kjartansson sýndi þetta verk í sýningunni Pakkhús Postulanna og var búinn að skipuleggja gjörning sem hann svo aflýsti sökum „uppgjafar við verkið sjálft". Að panta stúku Hitlers af Helga Björnssyni, fá hana senda til Íslands, fá neikvæða umfjöllun og gefast að lokum upp fyrir verkinu. Í hverju er listin fólgin? Hver var meiningin, var tilgangur með verkinu og hver er yfirlýsingin? Er hugsanlegt að meistarinn gefist upp fyrir málverkinu margfaldaða í Feneyjum, slökkvi á Klettafjallamyndböndunum og komi heim því tóbaks- og áfengisneyslan reynist honum um of? Undirritaður veltir því fyrir sér, hvort það sé óeðlilegt að listamenn sem sýna fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum skýri list sína. Auðvitað væri það óeðlilegt ef allir listamenn væru með svör á reiðum höndum um allar hliðar verka sinna og hugleiðingar, en á ekki listamaður að geta gert grein fyrir því hvað hann er að gera, hvaðan hann kemur í sambandi við áhrifavalda, hafa einhvers konar rökstuddar hugmyndir um eigin listsköpun og komast betur að orði en sex ára barn, í stað þess að nota hikorð inn á milli annars hvers orðs, vera ýkt krúttaður og sætur, og koma sér á Feneyjatvíæringinn með því að vera ógó næs? Að mati undirritaðs er vandamálið það að hér á landi taka mjög fáir mark á myndlist og finnst eiginlega bara rosalega flott hjá „litlustu" þjóðinni og „litlasta" landinu að taka þátt í sýningu á borð við Feneyjatvíæringinn, og að það sé bara besta hugmyndin að senda mesta krúttið út hlæjandi með gítar, bjór og mann í Speedo-sundskýlu. Guð forði okkur frá því að taka okkur sjálf alvarlega. Undirrituðum finnst að Christian Schoen, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og menntamálaráðuneytið megi og eigi að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Það er líka undarlegt að í allri umræðunni í þjóðfélaginu í dag um ríkisútgjöld komi það hvergi fram að Ragnar Kjartansson og allt hans fylgdarlið sé styrkt bak og fyrir í sex mánuði í Feneyjum til að drekka bjór og reykja sígó. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End" sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því. Undirritaður las fréttatilkynningu um verkið The End, horfði á sjónvarpsviðtöl við listamanninn og fylgist með allri umræðu og umfjöllun um Feneyjatvíæringinn. Fréttatilkynningin er stútfull af lofyrðum og háfleygum setningum um sannindi og mikilvægi verksins og listamannsins, til dæmis í þá veru að hann „vegi salt á milli hins háfleyga málara Caspar David Friedrichs og tvíeykisins Gilberts og George sem sækja öllum stundum í hversdagsleikann"; að verkið spanni „epískar víddir í tíma og rúmi". Andreas Eriksson kemst svo að orði: „Ég sé skálann í Feneyjum fyrir mér eins og vita á heimsenda sem gín yfir tóminu. Öldur á höttunum á eftir týndum sálum og mistur við sjóndeildarhringinn varna því að þig sundli á barmi hyldýpisins. Hafið ber ekkert nafn og á bryggjunni situr maður án örlaga." Í sjónvarpsviðtali við Einar Fal Ingólfsson á mbl.is, einhvers konar kynningu/umfjöllun um listaverkið og Ragnar sjálfan, eyddi Ragnar mestum tíma í að útskýra litinn á sundskýlunni sem fyrirsætan, Páll Haukur Björnsson, átti að klæðast og hvers vegna. „Ég er búinn að vera sko að stúdera hvernig skýlu Palli eigi að vera í sko," sagði Ragnar og bætti við: „Þetta verður svona svört Speedo-skýla, verst ég er ekki með hana, hún er núna inni í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, hann hérna hann Guðmundur þar er að sauma sko gula rönd á svörtu skýlurnar." „Af hverju gula rönd?" spyr fréttamaðurinn og Ragnar útskýrir: „Það er eitthvað sem ég var alveg „obsessed" af sko, fannst það rosa mikilvægt að það væri svona gul rönd hérna" og bendir á hlið skýlunnar. „Er það eitthvað ákveðið tísku-steitment?" spyr fréttamaður. „Je, það bara tjsu gasalega smart (mikill hlátur)." Á engum tímapunkti í allri þessari þvælu gat undirritaður fundið útskýringu á neinu sem listamaðurinn ætlaði sér með verkinu, einungis samhengisleysu. Undirritaður hugsar til verks sem hann sá sýnt í Hafnarhúsinu 18. september 2006 sem hafði yfirskriftina „Stúka Hitlers". Ragnar Kjartansson sýndi þetta verk í sýningunni Pakkhús Postulanna og var búinn að skipuleggja gjörning sem hann svo aflýsti sökum „uppgjafar við verkið sjálft". Að panta stúku Hitlers af Helga Björnssyni, fá hana senda til Íslands, fá neikvæða umfjöllun og gefast að lokum upp fyrir verkinu. Í hverju er listin fólgin? Hver var meiningin, var tilgangur með verkinu og hver er yfirlýsingin? Er hugsanlegt að meistarinn gefist upp fyrir málverkinu margfaldaða í Feneyjum, slökkvi á Klettafjallamyndböndunum og komi heim því tóbaks- og áfengisneyslan reynist honum um of? Undirritaður veltir því fyrir sér, hvort það sé óeðlilegt að listamenn sem sýna fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum skýri list sína. Auðvitað væri það óeðlilegt ef allir listamenn væru með svör á reiðum höndum um allar hliðar verka sinna og hugleiðingar, en á ekki listamaður að geta gert grein fyrir því hvað hann er að gera, hvaðan hann kemur í sambandi við áhrifavalda, hafa einhvers konar rökstuddar hugmyndir um eigin listsköpun og komast betur að orði en sex ára barn, í stað þess að nota hikorð inn á milli annars hvers orðs, vera ýkt krúttaður og sætur, og koma sér á Feneyjatvíæringinn með því að vera ógó næs? Að mati undirritaðs er vandamálið það að hér á landi taka mjög fáir mark á myndlist og finnst eiginlega bara rosalega flott hjá „litlustu" þjóðinni og „litlasta" landinu að taka þátt í sýningu á borð við Feneyjatvíæringinn, og að það sé bara besta hugmyndin að senda mesta krúttið út hlæjandi með gítar, bjór og mann í Speedo-sundskýlu. Guð forði okkur frá því að taka okkur sjálf alvarlega. Undirrituðum finnst að Christian Schoen, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og menntamálaráðuneytið megi og eigi að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Það er líka undarlegt að í allri umræðunni í þjóðfélaginu í dag um ríkisútgjöld komi það hvergi fram að Ragnar Kjartansson og allt hans fylgdarlið sé styrkt bak og fyrir í sex mánuði í Feneyjum til að drekka bjór og reykja sígó. Höfundur er myndlistamaður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun