Sport

Barnes með forystu á Bethpage

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricky Barnes á Bethpage-vellinum í dag.
Ricky Barnes á Bethpage-vellinum í dag. Nordic Photos / AFP
Bandaríkjamaðurinn Ricky Barnes er með forystuna á opna bandaríska meistaramótinu í golfi eftir tvo hringi.

Barnes er samtals á átta höggum undir pari en hann lék á 65 höggum á öðrum keppnisdegi. Hann er með eins höggs forystu á landa sínum, Lucas Glover.

Mike Weir var með forystu eftir fyrsta hring og er þriðji á sex höggum undir pari samtals.

Þrír kylfingar koma svo næstir á þremur höggum undir pari, þeirra á meðal er David Duval.

Tiger Woods komst naumlega í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 69 höggum í dag og er samtals á þremur höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×