Viðskipti erlent

JPMorgan skilar mjög góðu uppgjöri

JPMorgan Chase & Co bankinn skilaði mjög góðu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mun betra en flestir sérfræðingar áttu von á.

Hagnaður bankans nam 3,6 milljörðum dollara, um 442 milljarðar kr., eða 82 sentum á hlut. Sérfræðingar höfðu spáð 52 sentum á hlut. Til samanburðar nam hagnaður bankans á fyrri ársfjórðungi 527 milljónum dollara.

Í frétt um málið á Reuters segir að það hafi verið fjárfestingabankahluti JPMorgan sem stóð á bakvið þennan hagnað á þriðja ársfjórðungi.

Hlutir í JPMorgan hækkuðu um 2% í utanmarkaðsviðskiptum í morgun eftir að uppgjörið lá fyrir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×