Viðskipti erlent

Alcoa greinir frá fyrsta tapi sínu í sex ár

Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, hefur greint frá fyrsta tapi sínu í sex ár. Samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs nam tap Alcoa 1,2 milljörðum dollara eða um 130 milljörðum kr.. Til samanburðar nam hagnaður Alcoa fyrir sama tímabil árið áður 632 milljónum dollara eða um 70 milljörðum kr..

Alcoa sem rekur Fjarðarál á Reyðarfirði og hefur áhuga á að reisa álverksmiðju við Bakka hjá Húsavík greindi frá umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum í síðustu viku. Þær hafa ekki áhrif á Íslandi.

Í tilkynningu um uppgjörið nú segir Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa að frekari sparnaður sé framundan hjá félaginu.

Verð og eftirspurn eftir áli hefur hrapað frá miðju síðasta sumri er álverðið náði 3.000 dollurum á tonnið. Verðið nú er tæplega helmingur eða um 1.500 dollarar fyrir tonnið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×