Tónlist

Bretar hrifnir af Hjaltalín

Gagnrýnendur Times og Guardian eru ákaflega hrifnir af plötu Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons.
Gagnrýnendur Times og Guardian eru ákaflega hrifnir af plötu Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons.

Breskir gagnrýnendur eru ákaflega hrifnir af plötu íslensku hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons. Gagnrýnandi Guardian, Michael Hann, biður hlustendur um að standast þá freistingu að líkja hljómsveitinni við Sigur Rós, tónlist þeirra eigi fátt ef eitthvað sameiginlegt. Hann fer síðan fögrum orðum um plötuna og hrósar söngvaranum, Högna Egilssyni. „Hann er ekki fullkominn söngvari en það er einmitt þessi ófullkomleiki sem kemur í veg fyrir að platan lendi í sætabrauðsflokknum,“ skrifar Hann.

Gagnrýnandi Times, Dan Cairns, fer ekkert síður lofsamlegum orðum um plötuna. „Sleepdrunk Seasons virðist hafa verið gerð af aðeins einni ástæðu, að hafa gaman af því að gera tónlist,“ skrifar Cairns á afþreyingarvef Times. Hann líkir sveitinni við Sufjan Stevens og Arcade Fire. „Sveitin er þessi sjaldgæfi hlutur sem brýst fram á sjónarsviðið, algjörlega óþekkt og hrífur þig strax með,“ bætir Cairns við. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.