Boða alþjóðlega baráttu gegn olíuvinnslu á Jan Mayen-svæðinu 17. maí 2009 14:51 Einni viku áður en Íslendingar fengu fyrstu tilboð í Drekasvæðið tók ríkisstjórn Noregs fyrsta skrefið til að opna á olíuvinnslu á norska hluta Jan Mayen svæðisins. Umhverfissamtök í Noregi segja þetta hneyksli og boða alþjóðlega baráttu gegn áformum um olíuvinnslu á svæðinu. Norðmenn ætla þó að friða næsta nágrenni Jan Mayen en bjóða eyjuna undir þjónustumiðstöðvar við olíuleit.Samkvæmt samkomulagi ríkjanna eiga Norðmenn rétt á að nýta 25% af því sem finnst á hluta Drekasvæðisins Íslandsmegin og Íslendingar eiga 25% nýtingarétt á enn stærra svæði Noregsmegin. Ákvörðun norsku stjórnarinnar gæti því því haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir Íslendinga í framtíðinni finnist þar olía á annað borð.Ákvörðunin er í norskum fjölmiðlum skýrð með því að Íslendingar hafi þegar ákveðið að leyfa olíuvinnslu á Jan Mayen hryggnum. Olíumálaráðherra Noregs, Terje Riis Johansen, undirstrikar þó að ekki sé sjálfgefið að ferlið leiði til þess að olíuboranir verði leyfðar. 30 kílómetra hafsvæði umhverfis Jan Mayen verður friðað en tekið fram að það komi ekki í veg fyrir að leyft verði að setja upp þjónustumiðstöðvar á eynni. Norðmenn ætla þannig ekki að láta Íslendinga eina um að njóta tekna af þjónustu við olíuleit á Jan Mayen-svæðinu.Landssamtök norska olíuiðnaðarins fagna ákörðun norsku ríkisstjórnarinnar meðan umhverfissamtök gagnrýna hana harðlega. Frederic Hauge, forseti Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, segir um Jan Mayen opnunina að það sé hneyksli að ríkisstjórn landsins hafi nú tekið fyrsta skrefið í átt að olíuborunum á Norðurskautssvæðum. Hann boðar aðgerðir gegn áformunum, bæði í Noregi og á alþjóðavettvangi.Það þykir til marks um þá virðingu sem Bellona-samtökin og Frederic Hauge njóta að tímaritið Time setti hann fyrir tveimur árum á lista yfir helstu umhverfishetjur heims og var hann þar í flokki með mönnum eins og Al Gore og David Attenborough. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Einni viku áður en Íslendingar fengu fyrstu tilboð í Drekasvæðið tók ríkisstjórn Noregs fyrsta skrefið til að opna á olíuvinnslu á norska hluta Jan Mayen svæðisins. Umhverfissamtök í Noregi segja þetta hneyksli og boða alþjóðlega baráttu gegn áformum um olíuvinnslu á svæðinu. Norðmenn ætla þó að friða næsta nágrenni Jan Mayen en bjóða eyjuna undir þjónustumiðstöðvar við olíuleit.Samkvæmt samkomulagi ríkjanna eiga Norðmenn rétt á að nýta 25% af því sem finnst á hluta Drekasvæðisins Íslandsmegin og Íslendingar eiga 25% nýtingarétt á enn stærra svæði Noregsmegin. Ákvörðun norsku stjórnarinnar gæti því því haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir Íslendinga í framtíðinni finnist þar olía á annað borð.Ákvörðunin er í norskum fjölmiðlum skýrð með því að Íslendingar hafi þegar ákveðið að leyfa olíuvinnslu á Jan Mayen hryggnum. Olíumálaráðherra Noregs, Terje Riis Johansen, undirstrikar þó að ekki sé sjálfgefið að ferlið leiði til þess að olíuboranir verði leyfðar. 30 kílómetra hafsvæði umhverfis Jan Mayen verður friðað en tekið fram að það komi ekki í veg fyrir að leyft verði að setja upp þjónustumiðstöðvar á eynni. Norðmenn ætla þannig ekki að láta Íslendinga eina um að njóta tekna af þjónustu við olíuleit á Jan Mayen-svæðinu.Landssamtök norska olíuiðnaðarins fagna ákörðun norsku ríkisstjórnarinnar meðan umhverfissamtök gagnrýna hana harðlega. Frederic Hauge, forseti Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, segir um Jan Mayen opnunina að það sé hneyksli að ríkisstjórn landsins hafi nú tekið fyrsta skrefið í átt að olíuborunum á Norðurskautssvæðum. Hann boðar aðgerðir gegn áformunum, bæði í Noregi og á alþjóðavettvangi.Það þykir til marks um þá virðingu sem Bellona-samtökin og Frederic Hauge njóta að tímaritið Time setti hann fyrir tveimur árum á lista yfir helstu umhverfishetjur heims og var hann þar í flokki með mönnum eins og Al Gore og David Attenborough.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira