Toyota að slá toppliðin út 4. mars 2009 08:40 Timo Glock á Toyota hefur verið fljótastur allra tvo daga í röð. Mynd: Getty Images Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn
Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira