Federer brast í grát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 14:12 Roger Federer réði ekki við tilfinningar sínar eftir tapið fyrir Nadal. Nordic Photos / Getty Images Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu. Erlendar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu.
Erlendar Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira