Inter mátti sætta sig við jafntefli gegn Udinese á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bæði lið skoruðu eitt mark.
Rolando Bianchi kom gestunum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks en Nicolas Andreas Burdisso jafnaði metin á 58. mínútu.
Þá gerðu Reggina og Roma 2-2 jafntefli í dag en Emil Hallfreðsson var á meðal varamanna Reggina og kom ekkert við sögu. David Pizarro skoraði bæði mörk Rómverja.
Úrslit dagsins:
Atalanta - Catania 1-0
Chievo - Sampdoria 1-1
Genoa - Palermo 1-0
Inter - Torino 1-1
Reggina - Roma 2-2
Siena - Lecce 1-2

