Enski boltinn

Arsenal fór létt með botnliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Ramsay fagnar marki sínu í kvöld.
Aaron Ramsay fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Arsenal vann 4-1 útisigur á botnliði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eduardo kom Arsenal yfir með marki á 28. mínútu og Samir Nasri bætti svo öðru marki við skömmu fyrir hálfleik eftir undirbúning Aaron Ramsay.

Ramsay skoraði svo sjálfur þriðja markið á 69. mínútu en Portsmouth var þá manni færri vegna meiðsla Kevin-Prince Boateng.

Nadir Belhadj náði þó að minnka muninn fyrir heimamenn aðeins fimm mínútum síðar. Skot hans fór af varnarmanni og fram hjá Manuel Almunia í markinu.

En Alexander Song innsiglaði svo sigur Arsenal með marki undir lok leiksins. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf Samir Nasri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×