Enski boltinn

Bolton búið að reka Gary Megson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Megson, fyrrum stjóri Bolton.
Gary Megson, fyrrum stjóri Bolton. Mynd/AFP
Gary Megson var í dag rekinn sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Bolton en ekkert hefur gengið hjá Grétari Rafni Steinssyni og félögum á þessu tímabili. Bolton missti niður 2-0 forustu á móti Hull í gær og situr nú í 18. sæti deildarinnar.

„Þessi ákvörðun var tekin vegna þeirra stöðu sem liðið er í þegar tímabilið er hálfnað. Aðstoðarstjórinn, Chris Evans og þjálfari aðalliðsins, Steve Wigley, munu sjá um liðið til að byrja með," sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Bolton á næst leik á móti Lincoln City í enska bikarnum á laugardaginn en næsti deildarleikur er á móti Arsenal miðvikudaginn á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×