Enski boltinn

Johnson fór heim á hækjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nokkrar áhyggjur af bakverðinum Glen Johnson eftir að hann meiddist í leiknum gegn Aston Villa í gærkvöldi.

Johnson fór af velli undir lok leiksins meiddur á hné og fór síðan heim á hækjum.

„Við vitum ekki hvað þetta er alvarlegt og hnéð verður skoðað betur í dag," sagði Benitez.

Johnson hefur þegar misst af leikjum í vetur vegna meiðsla á kálfa.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×