Enski boltinn

Ferguson spáir endurkomu Mourinho í enska boltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho er hér að stýra Chelsea.
Mourinho er hér að stýra Chelsea.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, spáir þvi að Jose Mourinho muni snúa aftur í enska boltann um síðar. Þetta verður seint kallaður mikill spádómur enda er Mourinho nýbúinn að lýsa því yfir að hann ætli að koma aftur í enska boltann síðar.

Mourinho yfirgaf herbúðir Chelsea árið 2007 og tók þar næst við ítalska liðinu Inter sem hann stýrir í dag.

„Í hvert skipti sem ég tala við Jose þá segir hann mér að honum hafi alltaf líkað best í enska boltanum. Hann er enn ungur maður en eftir að hafa komið aftur til Chelsea og endurupplifað stemninguna og ákefðina í enska boltanum, sem er ekki til staðar á Ítalíu, þá mun hann enn frekar vilja koma aftur," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×