

Samstaða gegn loftslagsvánni
Þetta er mikilvægur áfangi í samningaferli sem allar þjóðir vinna nú að um leiðir til þess að heimurinn geti sameinast um lausn á loftslagsvandanum og nokkuð sem mér þótti afar ánægjulegt að verða vitni að. Ég er stolt af því að vera umhverfisráðherra í landi sem hefur einsett sér að standa þétt að baki þeirra þjóða sem fátækastar eru og minnst völd hafa í heiminum - og tel að Íslendingar megi vera ánægðir með þá skýru og jákvæðu afstöðu sem stjórnvöld hafa tekið í loftslagsmálum.
Mega Maldíveyjar missa sín?Eina rödd bar hæst á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, rödd forseta smáríkis sem á ekkert í vændum annað en algjöra eyðileggingu ef ríki heims aðhafast ekkert. Þetta var Mohamed Nasheed, forseti Maldíveyja, sem þekkir af eigin raun hversu grafalvarlegt mál loftslagsbreytingar eru. Hann stendur frammi fyrir því að landið sem hann er í forsvari fyrir geti horfið - hverfi bókstaflega út af landakortum í nánustu framtíð. Eyjarnar ná að meðaltali aðeins einn og hálfan metra yfir sjávarborð - og „hátindur" þeirra teygir sig rétt röska 2 metra yfir sjó - þannig að lítið má út af bera til að hafið gleypi þær.
Það er Íslendingum umhugsunarefni ef heimurinn hunsar hjálparbeiðni Maldíveyinga. Þótt langt sé á milli þjóðanna er sitthvað sem tengir þær. Þótt miklu muni á auðlegð Íslands og Maldíveyja byggir efnahagur ríkjanna á sömu meginstoðum. Öldum saman hafa íbúar Maldíveyja sótt allt sitt í hafið, en á undanförnum áratugum hefur ferðaþjónusta vaxið stórum skrefum. Þá eru þjóðirnar nánast jafnstórar. Á Maldíveyjum búa nærri 400 þúsund manns og þar af rúm 100 þúsund í höfuðborginni Malé.
Ef heimurinn skellir skollaeyrum við bón Maldíveyja, hvaða skilaboð sendir það þá öðrum smáríkjum?
Litla gula hænan í loftslagsmálumUndanfarin ár hefur hópur ríkja vaknað upp við þann veruleika að loftslagsbreytingar muni ekki bara hafa óþægindi í för með sér, heldur stafi tilvist þeirra raunveruleg ógn af völdum hækkandi sjávarborðs, breytinga á veðurkerfum og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þessar þjóðir hafa farið um heiminn eins og litla gula hænan og leitað aðstoðar til að stöðva þessa þróun og afstýra stórslysi. „Ekki ég" hefur viðkvæðið lengst af verið hjá ríkari löndum - ríkjum sem ekki búast við að finna afleiðingar loftslagsbreytinga á eigin skinni.
Eins og fram kemur í lok sögunnar gat litla gula hænan sest niður og notið afraksturs erfiðis síns - borðað brauðið sem hún bakaði. Íbúar Maldíveyja og annarra ríkja í sömu stöðu búa ekki við þann munað. Ef þjóðir heimsins standa ekki með þeim í baráttunni við loftslagsvána, þá verður ekkert brauð bakað, þá verður hvergi hægt að setjast. Eyjarnar munu hverfa í sæ ef sjávarborð hækkar. Heimili heilu þjóðanna munu hverfa. Við getum ekki skellt skollaeyrum við beiðni Maldíveyinga um aðstoð og sagt „ekki ég".
Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn gefur okkur von um að „ekki ég" sé á undanhaldi þegar þjóðarleiðtogar ræða loftslagsmál. Í Kaupmannahöfn var samhljómur meðal allra viðstaddra um að loftslagsváin væri staðreynd, aðgerða væri þörf og að allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að snúa við þeirri þróun sem orðið hefur í loftslagsmálum. Í fyrsta sinn í sögunni komu ríki eins og Bandaríkin og Kína að umræðunni og viðurkenndu skyldu sína til að bregðast við með ábyrgum hætti. Ágreiningurinn snérist því ekki um hvort þyrfti að bregðast við, heldur um hver viðbrögðin ættu að vera og hve skjótt þyrfti að hrinda þeim í framkvæmd. Um það megum við ekki deila of lengi, því tíminn er á þrotum.
Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn markaði ekki þau þáttaskil sem hún hefði þurft að gera en þar voru þó stigin mikilvæg skref í rétta átt. Ísland ætlar að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna til þess að þessi skil verði mörkuð á nýju ári.
Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar